Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 63
MÁNUDAGUR 19. desember 2005 35
AF NETINU
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur
báknsins. Útgjöld hins opinbera
hafa aukist um rúma 120 milljarða
á föstu verðlagi og eins má orða það
svo að síðustu 10 árin hafa útgjöld
ríkisins aukist sem hlutfall af þjóð-
arframleiðslu.
Á síðustu vikum þingsins fyrir
jólahlé jók Sjálfstæðisflokkurinn
með einu vanhugsuðu pennastriki
kostnað sveitarfélaga við eftirlit
með leiktækjum, rólum og vegasölt-
um, um marga tugi milljóna árlega.
Það gerði flokkurinn með því að
hraða í gegnum þingið frumvarpi
sem hefur það í för með sér að sveit-
arfélögum landsins verður skylt að
láta samþykkta sérfræðinga með
samræmd próf og staðla yfirfara
allar rólur í landinu árlega.
Það hefði í sjálfu sér getað verið
hið besta mál ef gengið hefði verið
úr skugga um að aukinn kostnaður
skilaði börnunum öruggari leiktækj-
um. Guðlaugur Þór Þórðarson, for-
maður umhverfisnefndar Alþingis,
gaf sjálfum sér þó ekki einu sinni
tíma til að fletta í gegnum umsagnir
um hvort kostnaðarsamt frumvarp-
ið skilaði bættu öryggi. Þetta eru
ömurleg vinnubrögð og bein van-
virðing við þá sem hafa lagt á sig
mikla vinnu við að skila inn vönduð-
um umsögnum til þjóðþingsins.
Að auki lágu engar niðurstöð-
ur fyrir um fjölmarga þætti sem
ég hefði talið nauðsynlega áður en
farið væri að leggja auknar álög-
ur á sveitarfélögin á landinu, s.s.
um fjölda slysa sem má rekja til
ástands leiktækja og einnig hvort
kostnaðurinn muni leggjast þyngra
á smærri sveitarfélög, þau sem
staðsett eru langt frá höfuðborg-
inni, s.s. Drangsnes og Trékyllisvík.
Í sjálfu sér kom alls ekki á óvart að
sjálfstæðismenn hirtu ekki um að
skoða hvernig auknar álögur legð-
ust á dreifbýl sveitarfélög, það er
einfaldlega í samræmi við stjórnar-
stefnu undanfarinna ára, þ.e. hvern-
ig kvótaflokkarnir Sjálfstæðis- og
Framsóknaflokkur hafa rænt íbúa
dreifbýlisins rétti til sjósóknar og
hækkað rafmagnsverð. Kvótaflokk-
arnir eru landsbyggðinni dýrir.
Á þeim tíma sem ég hef setið á
Alþingi hef ég ítrekað orðið vitni að
því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn
hefur komið á nýju kostnaðarsömu
opinberu eftirliti, s.s. með æðar-
dúni, ferðaþjónum og nú rólum án
þess að færa nokkur rök fyrir því
að verið sé að tryggja heildarhags-
muni almennings.
Eitt fáránlegasta og illskiljanleg-
asta dæmið er það hvernig stjórn-
arflokkarnir hafa skipt með sér
ábyrgð á dýravernd. Sá málaflokk-
ur ætti að hafa einfalda og skýra
ábyrgð í stjórnsýslunni, en svo er
ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
eftirlit með dýravernd í borg, þorp-
um og bæjum en Framsóknarflokk-
urinn á lögbýlum. Kerfið er dýrt.
Það blasir við öllum að stjórnar-
flokkarnir láta stjórnsýsluna í aukn-
um mæli snúast um þarfir flokkanna
í stað málefnanna. Það er eins og að
viðhorfið hjá flokkunum sé að það
skipti engu máli, aðrir borgi hvort
eð er. Þetta viðhorf er skattborgur-
um dýrt.
Hægt er að ná fram gríðarlegri
hagræðingu í opinberri stjórnsýslu
og gera hana mun einfaldari og
skilvirkari ef vilji er til þess. Við í
Frjálslynda flokknum höfum vilja
til þess að láta verkin tala. ■
Það skiptir ekki máli - aðrir borga
UMRÆÐAN
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM
Sæl, Unnur Birna.
Við viljum óska þér góðs gengis
sem fulltrúa Íslands á alþjóðavett-
vangi eftir verðskuldaðan sigur í
keppninni Ungfrú heimur.
Kvenréttindafélag Íslands er
ekki hlynnt fegurðarsamkeppn-
um, en eins og komið hefur fram í
fjölmiðlum þá byggðist sigur þinn
í þessari keppni fyrst og fremst
á hæfileikum þínum og góðri
framkomu, en ekki útlitinu einu
saman. Sem ung, vel menntuð og
stolt kona finnst okkur þú sannar-
lega verðugur fulltrúi íslenskra
kvenna á alþjóðavettvangi.
Við ætlum af þessu tilefni að
færa þér að gjöf bókina ,,Veröld
sem ég vil“ sem geymir sögu kven-
réttindabaráttu á Íslandi allt frá
byrjun síðustu aldar. Við vonum
að þú getir í störfum þínum næsta
ár miðlað til kvenna um heim allan
þekkingu og reynslu íslenskra
kvenna af baráttunni fyrir jafn-
rétti og þeim hugsjónum um rétt-
látara þjóðfélag sem haldið hefur
verið á lofti af félaginu.
Við óskum þér velfarnaðar í
starfi og námi í framtíðinni og
erum þess fullvissar að þú verður
ávallt landi og þjóð til sóma.
Þorbjörg Inga Jónsdóttir form. KRFÍ
Margrét Sverrisdóttir varaform. KRFÍ
Bréf til
Unnar Birnu
Endurkoma frelsaranna
Þannig er mál með vexti að álitsgjafar
fjölmiðlanna í umræðuþáttum og slúð-
urdálkum hafa mjög hent þá kenningu
á lofti að augljós vandræði Samfylking-
arinnar megi fremur rekja til þingflokks-
ins en forystu flokksins. Og rétt í þann
mund berast fréttir af því að tveir fyrrum
þingmenn Alþýðuflokksins, sem hösluðu
sér völl í forystu hans í upphafi síðasta
áratugs síðustu aldar, hafi hug á pólitískri
endurkomu í einhverri mynd. Þetta eru
þeir Jón Sigurðsson fyrrv. ráðherra og
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi
formaður Alþýðuflokksins.
Einar K. Guðfinnsson á ekg.is
Þorði, vildi, gat?
Alþýðuflokkurinn undir formennsku
Benedikts Gröndals þorði aldrei að stíga
skrefið, sem þurfti til að mynda ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum. Í ljósi sögunn-
ar er furðulegt, að þetta skuli hafa orðið
fylgja hins farsæla samstarfs flokkanna
í viðreisnarstjórninni. Það tókst einfald-
lega að tekja krötum trú um, að það yrði
banabiti flokks þeirra að fara að nýju í
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Sagan
segir okkur núna, að flokkurinn og hug-
sjónir hans urðu að engu, þegar alþýðu-
bandalagsmenn og kvennalistakonur
náðu þar undirtökunum í nafni Sam-
fylkingarinnar. Þótt Jón Baldvin Hanni-
balsson hafi í formannstíð sinni verið
málsvari þess samstarfs, er nú hrópað
á hjálp hans krötum til bjargar, en hann
þorði þó að mynda tveggja flokka stjórn
með Sjálfstæðisflokknum vorið 1991.
Björn Bjarnason á bjorn.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI