Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 3

Réttur - 01.06.1948, Page 3
RÉTTUR 91 Kommúnistaávarpið kom út í febrúar 1848, í það mund er febrúarbyltingin franska var að hefjast. Það hefur verið kallað fæðingar- og skírnarvottorð hins vísindalega sósíal- isma. Ekki er það svo að skilja, að kenningar þeirra Marx og Engels hafi þá fyrst fengið endanlegt snið eða engu hal'i mátt hnika til eftir það. Heimspeki- og sögukenningar marxismans eru þegar fullmótaðar í aðalatriðum 1845—46 (í „Thesen úber Feuerbach" og „Deutsche Idelogie“), og í „Eymd heimspekinnar", sem Marx reit gegn Proudon, eru hagfræðinni gerð allgóð sk.il, — en einstök atriði í hagfræði- kenningu Marx eru þó ekki fullmótuð, fyrr en eftir 1848. í kommúnistaávarpinu er þetta hins vegar fellt í eitt. — Þar er rakin á snilldarlegan liátt söguskoðun marxismans og þróun þjóðfélagsins — og jafnframt pólitísk barátta og markmið hinnar kommúnísku hreyfingar. Það er og op- inber stefnuyfirlýsing Kommúnistabandalagsins og má því með sanni kallast fæðingarvottorð hins vísindalega sósíal- isma. Eftir þetta sendu þeir Marx og Engels frá sér hvert ritið öðru veigameira (Auðmagnið, Anti-During, Uppruna fjöl- skyldunnar o. 11. o. fl.), en ekki verður það rakið nánar hér. Hitt er ætlunin að líta sem snöggvast yfir það tímabil, sem liðið er, frá því Kommúnistaávarpið fyrst kom út, og huga að, hversu kenningar marxismans liafa staðizt tímans tönn, og íneta þau áhrif, er þær hafa haft. Ein öld er að vísu ekki langur tími í sjállu sér, en miðað við þær mörgu og hraðfleygu breytingar, sem gerzt hafa síð- an 1848, eru hundrað ár ekkert smáræði. Flest þau fræðirit, sem sáu fyrst ljós dagsins fyrir hundrað árum, eru nú löngu dauð og fölnuð og hafa aðeins sögulegt gildi. Flestir þeir pólitískir flokkar, er þá voru uppi eru nú gengnir fyrir ætt- ernistapa, stefnuskrár þeirra löngu úreltar, vígorð þeirra orðin fáránleg. En Kommúnistaávarpið lifir enn góðu lífi, meginatriði þess eru enn jafnsönn og fyrir hundrað árum, baráttuhvöt þess jafnbrýn, og nú á boðskapur þess, er þá

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.