Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 10

Réttur - 01.06.1948, Síða 10
98 RÉTTUR Mörgum hefur verið það undrunarefni, — og að vonum —, hversu langlíf og árangursrík Kommúnistaávarpið og önn. ur rit þeirra Marx og Engels hafa orðið. Það er fásinna að hugsa sér, að þessi rit séu aðeins lesin af ræktarsemi við góða og gengna lærifeður. Þau eru þvert á rnóti snar þáttur í vitund og baráttu tugmilljóna manna — og höfða enn til hvers þess, sem les þau af alvöru og íliygli. — Hér skal ekki reynt að leysa úr þessu verkefni til neinnar hlítar, enda sjálfsagt margþættar ástæður, sem hér hafa verið að verki. Benda má á ýmsar sögulegar aðstæður, er hér hafa látið til sín taka. Marx og Engels höfðu gagngerðari kynni af auðvalds- þjóðfélaginu en flestir samtímamenn þeirra. Þeir dvöldu báðir langdvölum í Englandi, liinu „týpíska" auðvaldsríki þeirra tíma. — Atvikin höguðu því svo, að þeir urðu gagn- kunnugir þeim þremur meginstefnum, sem mestan efnivið lögðu í fræðikerfi marxismans, en það voru klassíska heim- spekin þýzka, franski sósíalisminn og hagfræðikenningar Smiths og Richardos. Þeir voru starfandi stjórnmálamenn og kynntust flestum byltingum samtímans af eigin raun, auk þess sem Marx rannsakaði sérstaklega frönsku bylting- una miklu. En í slíku umróti og byltingum er það sem undirdjúpin opnist, — og þeim, sem þora að skyggnast þangað, veitist þá gleggri sýn um uppistöðu og ívaf. sög- unnar. Auk þess hafði náttúran veitt þessum mönnum báðum snilligáfu í vöggugjöf — og þeir alfræðingar í Ren- sansa-stíl. Margt fleira mætti tína dl. En mér eru jafnan hugstæðust tilsvör Marx í viðræðunum við Weitling, sem getið var í upphafi þessara luigleiðinga. Það er þetta, að þekking og ábyrgðartilfinning verði að fylgjast að, þessi ástríðuþrungna fordæming á vanþekkingunni jafnt frá sið- rænu pg vitsmunalegu sjónarmiði. Það er þessi samtvinnun vitsmuna og siðgæðis, sem gerir skaphöfnina lieila og kveikir saman vit. og vilja. — Slík hefur verið undirstaða allra stór- virkja, sem unnin hafa verið fram að þessu. — Og að því er til þekkingarinnar tekur, ])á var hún í augum Marx ekki

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.