Réttur - 01.06.1948, Blaðsíða 14
102
RÉTTUR
neinn skóla. Samt liafði að lokum verið afráðið, að hún
færi í alþýðuskóla um haustið. Það liafði kostað hana no.kk-
urt harðfylgi — harðfylgi, sem luin myndi ekki hafa beitt,
nema vegna áeggjunar Valgeirs.
Valgeir, Itann var einn af vegavinnupiltunum, sem nú
héldu syngjandi leiðar sinnar yfir heiðina. Hann var
skemmtilegur og vel geíinn piltur, og Anna var hrifin af
honum, enda þótt hún vildi ekki einti sinni viðurkenna
það fyrir sjálfri sér, þaðan aí síður fyrir öðrum. Hún var
svona gerð, hún Anna. Aftui' á móti var Valgeir ekki
minnstu vitund skotinn í Önnu, en honum líkaði vel að
spjalla við hana.
Bændunr sveitarinnar var ekki meira en svo gefið um
þessa ungu vegavinnumenn. Sumir höfðu orð á sér fyrir
kvensemi eða annan flysjungshátt, aðrir eitthvað annað.
Þannig var til dæmis um þennan Valgeir. Á hans ráði var
sá ljóður, að hann hvatti unglinga sveitarinnar leynt og ljóst
lil þess að fara í skóla, alþýðuskóla’ eða hverja þá skóla, sem
þeir ættu kost á að komast í. Að vísu álitu flestir í sveitinni,
að menntunin út af fyrir sig væri góð; skólaveran mátti bara
ekki hafa óheillavænleg áhrif á nemendurna. En reynslan
halði því miður sýnt, að margir þeirra, sem í skólana fóru,
komu ekki aftur í sveitina eða urðu þar lítt viðloðandi upp
frá því. Það var hin alvarlega hlið málsins. Því álitu ýmsir,
að skólarnir — alþýðuskólarnir engu síður — ættu drýgstan
þáttinn í því að tæla ungmennin burt úr sveitinni. Slíkt
væri þjóðhættulegt, og í augum slíkra xnanna var Valgeir
nokkurs konar landráðamaður, því að hvað var það annað
en landráð að stuðia að eyðingu sveitanna.
Valgeir hafi verið einn vetur í alþýðuskóla, það var allt
og'sumt. C)g hann sagði við Önnu: ,,Við. sem ekki höfum
efni á að fara í framhaldsskólana, verðum að gera okkur
alþýðuskólana að góðu. Þó að við lærum ef til vill ekki rnikið
þar, þá víkkar það þó alltaf sjóndeildarhringinn, og við
verðum hæfari til sjálfsnáms eftir eix áður.“