Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 22

Réttur - 01.06.1948, Page 22
RÉTTUR 110 í kútinn, vestar og vestar ske þau tíðindi, að þjóðirnar koma heim frá aftansöng borgaralegrar menningar og sjá liana lyfta barninu, framtíð fólksins, mót upprennandi sól. Eftir er aðeins steinn í bæjarsundinu. l>að er þetta, sem gerðist í Tékkóslóvakíu fyrir nokkrum vikum: stúlkan á tékkneska bænum lét ekki nátttröllið leika á sig, hún botnaði hvern vísulielming eins og við átti, þar til dagur rann. I>ið heyrðuð, hvernig tröllið lét, þegar sól- skinið helltist framan í það: hvílík rödd, hvílíkt neyðaróp! Moskva, lejrpríki, fimmta herdeild, afnám frelsis og lýð- ræðis, — það þýðir á liinu einfalda máli íslenzku þjóðsög- unnar: Dagur er i austri, snör mín en snarpa og dillidó. Og pað er einmitt sannleikurinn, kæru félagar. Nú er dagur í austri. Nú er ekki tími til að skelfast eða örvænta, — nú ríður aðeins á einu: að vera viðbúinn. Látum tröllið lióta eða skjalla, látum það ausa oss auri eða gulli, látum það öskra, látum það hrista. og skekja heimskringluna á ný, — skeytum því engu en verunt viðbúin. Á þessum helgasta bletti landsins særi ég okkur öll við sögu gamallar konu úr Rangárþingi — verum viðbúin að halda heim og taka undir sigurorð stúlkunnar á pallitium: Statlu og vertu að steini, en engum pó að meini, ári minn Kári og korriró! "Jóhannes úr Kötlum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.