Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 24

Réttur - 01.06.1948, Síða 24
1 12 RÉTTLIR íslénzkra króna. Ríkisstjórnin gat’ nt opinbera tilkynningu í tilefni a£ þessu og neitaði því afdráttarlaust, að hún hefði nokkra vitneskju um inneignir íslendinga erlendis. Fór svo frarn um hríð. Næst gerist það, að Hermann Jónasson gaf þær upplýsingar í ræðu, er hann flutti austur á Horna- firði 30. maí, að íslendingar ættu miklar fjárhæðir erlendis í dollurum og sterlingspundum, sem ríkisstjórninni væri kunnugt um, og nefndi tölur í því sambandi. Stjórnarblöð- in urðu liin æfustu og fullyrtu, að þetta væri tilhæfulaust. — Nokkru síðar gaf ríkisstjórnin út tilkynningu, þar sem frá j)ví er skýrt, að samkvæmt upplýsingum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins eigi íslendingar 46 milljónir kr. í bönkum í Banda- ríkjunum (30. júní 1947). Nú er það vitað, að þær upphæðir, sem lagðar eru inn á banka, svo að segja á almannafæri, eru aðeins lítið brot af því fjármagni, sem geymt er erlendis. Nýjar öruggar stoðir liafa jsví runnið undir upplýsingar Þjóðviljans. í fyrsta lagi er ríkisstjórnin staðin að ósannind- um. Sjálf varð hún að gefa skýrslu um duldar fjárhæðir er- lendis, sem hún hafði margsinnis lýst yfir, að hún hefði enga hugmynd um. Ríkisstjórnin gat ekki lengur komið í veg fyrir, að skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kæmi fyrir almenningssjónir, og var því knúin til að birta hana. í öðru lagi benda þessar opinberu upplýsingar ótvírætt til þess, að mjög stórar fjárhæðir séu geymdar í Bandaríkjunum, eins og Þjóðviljinn hafði áður skýrt frá og nefnt upphæðina nákvæmlega. ■ Allt Jjetta ár hefur verið stöðugur straumur íslenzkra manna til Ameríku. Eru |)að einkum þeir menn, sem á stríðsárunum hafa átt mikil viðskij)ti við Bandaríkin, sem Jjangað hafa átt erindi, og hefur ekki borið á öðru en þeir liafi ráðið yfir nógum gjaldeyri, jmátt fyrir gjaldeyrisskort- inn. Enginn efast um, að menn Jjessir hafi varið tíma sínum vel til þess að kpma inneignum sínum örugglega fyrir. í Jiessn starfi liafa Jjeir notið vináttu sinnar við ríkisstjórnina, Jjagmælsku hennar og fyrirgreiðslu.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.