Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 25

Réttur - 01.06.1948, Side 25
RÉTTUR 113 Marshallsamningur 3. júlí undirritaði ríkisstjórnin samning við Bandaríkin úm ,,aðstoð“ íslandi til handa á grundvelli hinna svoköll- uðu Marshalllaga. Með samningi þessum, er ísland skuld- l)undið til að hlíta öllum skilyrðum hinna handarísku laga, sem skýrt er frá í síðustu Víðsjá, auk þess, sem samningur- inn felur í sér enn víðtækari skuldbindingar af íslands hálfu. — Hins vegar koma engin fríðindi í móti af hálfu Bandaríkjanna. Hér er því í raun og veru ekki um samning að ræða, heldur valdboð. í stuttu máli verður samningurinn he'zt skýrður með því að birta ályktun þá, sem miðstjórn Sósíalistaflokksins samþykkti í þessu tilefni. Ályktunin er svohljóðandi: Ríkisstjórn íslands hefur gert samning við erlent ríki, Bandaríki Norður-Ameríku, þar sem íslenzka þjóðin er m. a. bundin eftirfarandi kvöðum og skuldbindingum: 1. Að semja fjárlög og ákveða gengi gjaldeyrisins í sam- ráði við stjórn Bandaríkjanna. 2. Að veita stjórn Bandaríkjanna víðtækan íhlutunarrétt um framleiðsluáætlanir, efnahags- og stjórnmál þjóðarinnar. 3. Að veita stjórn Bandaríkjanna víðtækan umráðarétt yfir ótiltekinni fjárhæð í íslenzkum krónum, til ráðstöfun- ar á íslandi, gegn ráðgerðri afhendingu á vörum, sem Banda- ríkjastjórn ákveður verð á, ef íslendingum eru látnar þær í té sem svokölluð „aðstoð, án þess að endurgjald komi fyrir“. 4. Að veita Bandaríkjunum forkaupsrétt, „með sann- gjörnum söluskilmálum“, á efnivörum, sem þau telja sig þurfa á að halda, fyrst og fremst til hernaðarþarfa, og afsala J)ar með rétti íslendinga til frjálsrar ver/.lunar með jressar vörur. 5. Að veita bandarískum þegmmi sama rétt og íslending- um til atvinnurekstrar hér á landi, í framleiðslugreinum, sem Bandaríkin telja mikilvægar. Þessu fylgir að vísu fyrir- 8

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.