Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 28

Réttur - 01.06.1948, Side 28
116 RÉTTUR þess að endurheimta efnahagslegt og stjórnmálalegt full- veldi landsins. Nokkru síðar tók ríkisstjórnin 2 milljóna dollara lán sanrkvæmt samningi þessum, er einkum skal verja til fram- kvæmda til hagnýtingar síldarinnar við Faxaflóa. Alþingi liafði einróma samþykkt lántökuheimild í þessu skyni, og var það skýrt tekið fram og skjalfest, að heimild þessi næði aðeins til lántöku með venjulegum skilyrðum. Ríkisstjórn- in lýsti því hátíðlega yfir frammi fyrir þingheimi, að ekki kæmi til mála, að lán þetta yrði tekið samkvæmt skilyrðum Marshalllaganna, enda taldi hún sér það með öllu óheimilt. — Lántaka þessi er því lögleysa og stjórnarskrárbrot. Vextir af láninu eru 21/0%. Munu það vera hæstu vextir, sem nú tíðkast í lánssamningum ríkja á ntilli. Ný lögbrot á Keílavíkurflugvelli Mikla athygli hefur það vakið, að lnð ameríska félag, sem annast framkvæmdir á Keflavíkurflugvellinum hefur þver- brotið kaup- og kjarasamning Verkamanna- og sjómanna- félags Keflavíkur og ákvæði íslenzkrar vinnulöggjafar. Bæt- ist það ofan á öll fyrri lögbrot og yfirgang liins erlenda her- námsliðs, að það er sýnilega staðráðið í því að hafa íslenzka vinnulöggjöf og samninga íslenzkra verkalýðsfélaga að engu. — Verkamenn í Keflavík liafa gert ítrekaðar tilraunir ti! að fá þetta leiðrétt, en árangurslaust. Knda er afstaða þeirra orðin erfið, þar sem stjórn félags þeirra, sem skipuð er Al- þýðuflokksmönnum og hlítir fyririnælum Alþýðuflokks- ins, hefur ekki aðeins sýnt sinnuleysi í málinu, heldur beim línis dregið taum útlendinganna. Verkamenn Iiafa leitað aðstoðar ríkisstjórnarinnar, en það hefur engan árangur borið. Enda fullyrða fulltrúar Iiins erlenda félags, að gerð- ur hafi verið samningur við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, um að bandarískar vinnureglur, en ekki íslenzkar, skuli gilda á flugvellinum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.