Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 41

Réttur - 01.06.1948, Page 41
RÉTTUR 129 Það vantar ekki, að hann dáist að afrekum vélanna, — en han spyr um kjör verkafólksins. „Dom“ Pedro segir í kvæð- inu „Drottinsorðið“, er hann hefur séð stórbrotnar vélar kolanámanna í Pennsylvaníu að verki: „Undurmargt er hér að sjá! Feginn þægi eg þeirra líki: Þarfatæki í mínu ríki — Sýnið mér nú hagi liinna, liandanna sem þetta vinnal Fólkið á valdi véla sinna." Og því næst gefur Steplian lýsingúna á, hvað bíður fólksins, ef auðmagnið nær þessum tökum á því. Hann leiðir konung í „stóriðnaðar þrælaþorpin“. Fyrir hugskotssjónir hans líð- ur þjóð Brasilíu eftir slíka meðferð: „Úrkynjun og týndar sálir. Bjáni í hverri barnakró, bernskaður auðsins vöggu-galdri." Stephan G. veit, að einmitt þessi spurning liggur fyrir ís- landi um þessar mundir. Kvæðið er ort 1919, þegar „Fossa- inálið“ er aðalþrætumál Alþingis. Hann veit, að íslandi eru boðin sömu boð og Dom Pedro vissi, að Brasilíu stóðu opin: „Fyrir afsal fríðindanna falt er þar gullok stórvirkjanna." Og liann lætur Dom Pedro svara fyrir sig: „Dom l’edro úr djúpri þögn draumasjóna vakti sögn: „Aldrei verði í voru ríki vinnumennskau yðrar líkil í þvi hliði að engill stæði, allra bæna lengst eg bæði, landið mitt þeim voða verði, væri í nauð — með brugðnu sverðil" 9

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.