Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 44

Réttur - 01.06.1948, Page 44
132 RÉTTIJR En forðist þjóðin það, að auðvald nái tökum á fossunum, — þá er Stephan ekki aðeins óhræddur við að láta virkja þá, heldur lýsir því beinlínis sem hugsjón sinni, sem dýpstu þrá fossins að-mega með stórvirkjuninni þjóna hinum vinnandi lýð, létta honum störfin, færa þjóðarheildinni aukna björg í bú. Hann lætur fossinn kveða: „Míg langar hins, eins lcngi og fjallið stendur, að lyfta byrði, er þúsund ga'tu ei reist, að hvíla allar oftaks lúnar hendur á örraum mér, er fá ei særzt né þreytzt. Og veltu niína vefa láta og spinna. rainn vatnaaga lýja skíran málin, og sveita-Huldum silki-möttul viuna og Sindrum hafsins gulli roðinn hjálm. Steplian leysir ekki aðeins þjóðfélagsvandamálið með virkj- un fossannar jákvætt í kvæði sínu. Hann sér og, að Itagri hönd frjáls manns er auðvelt að skapa slíka list í virkjuninni sjálfri, að fegurðarauki en ekki lýti verði að. Hann vill nema burt kvíða Þorsteins með þessum vísuorðum fossins: ,.Eg missa þarf ei mína fornu prýði í mcgingjörð, né riist ntín verða lygn, því listin kann að draga upp dverga-smíði sem dyratré að minni frjálsu tign." Það er bóndinn og skáldið Stephan G. Stephansson, — mað- urinn, sem vinnur baki- brotnu á daginn og yrkir lú- inn dýpstu og stórfenglegustu kvæði íslenzkrar tungu á nóttunni, — sem boðar raunhæfustu lausnina á vandamál- um stóriðjunnar í krafti fossavirkjunar í þágu fólksins sjálfs, undir þess stjórn og í þess eigu. Hann vissi af eigin reynslu, hvað lúnar hendur og þreyttir arntar verkamanns og bónda þráðu: rafmagnið og vélaafl í þjónustu þeirra sjálfra, undir stjórn þeirra, í eigu þeirra, — og þá myndi draumsjónin rætast:

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.