Réttur


Réttur - 01.06.1948, Síða 54

Réttur - 01.06.1948, Síða 54
142 RÉTTUR eyrir er skipulega hagnýttur og þjóðin vill einbeita sér að því að vinna þetta stórvirki. 2. Nægilega stórvirkar vélar, sérþekking og vinnuafl inn- anlands til þessara framkvæmda. 3. Sterk verkalýðshreyfing, sem skapað hefur alþýðu góð lífsskilyrði með harðri baráttu. Ætla má því, að hún reynist alþýðu manna nægileg brjóstvörn til þess að bæta lífskjör fjöldans og gera hann efnahagslega sterkari en áður og bægja frá dyrum hennar þeirri kaupkúgun og eymd, sem stóriðju auðvaldsins fylgir. Hinu ber ekki að neita að hætturnar fyrir íslenzkt Jrjóð- frelsi hafa líka aukizt síðan um 1920. En Jrað verður próf- steinn ;i ríkustu kynslóð, sem Island liefur byggt, að hún liafi manndóm til Jress að falla ekki fyrir Jreinr freistingum, sem fátækari fyrirrennarar hennar stóðust. Verður nú síðar í þessari grein rætt um aðferðirnar til að uppfylla skilyrði Jressi. III. Á hrakhólum einokunar og kreppna Fyrsta kynslóð 20. aldarinnar fékk ekki reynsluna af er- lendri stóriðju við kraft íslenzkra fossa, en hún hlaut reynsl- una af stórrekstri í sjávarútveginum, togaraútgerðinni, og rak sig einnig á, hvers konar erfiðleika ungur iðnaður og ofurlítil raforkuframleiðsla liennar sjálfrar átti við að stríða út á við. Það er nauðsynlegt að rilja J)essa reynslu upp, — í stórum dráttum, til Jress að þjóðin geti gert sér nokkra heildarmynd af aðbúnaði þeim, sem stórstíg framfaraviðleitni lítillar þjóðar á við að búa frá hálfu hinna drottnandi auðvelda, ef slík þjóð ætlar sér að stíga markviss spor út úr nýlendu- ástandi atvinnulífs síns til efnahagslegs sjálfstæðis og bættra lífskjara. Togaraútgerðin frá 1900 til 1916 var áþreifanlegasta

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.