Réttur


Réttur - 01.06.1948, Page 60

Réttur - 01.06.1948, Page 60
148 RÉTTUR íslenzka þjóðin þarf að fá fullar upplýsingar um, livað þarna er að gerast, því að sama sagan og liér er sögð af feiti- hringnum endurtekur sig um alla aðra erlenda hringa, sem arðræna íslenzka hráefnaframleiðendur. Meðan danskir einokunarhringir arðrændu ísland, reikn- aði Jón Sigurðsson forseti það út, hve miklu það nam í fé, sem sú einokun rændi. Það er eftirtektarvert, að nú reýnir ekki einu sinni neinn af íslenzku borgaraWokkunum að reikna út, hvernig enskir einokunarhringar eða aðrir okur- hringar liafa arðrænt Islendinga, heldur reyna þeir þvert á móti að dylja þjóðina þess, hvernig arðránið fer fram. Og það eru ekki aðeins hinir borgaralegu stjórnmálamenn, sem bregðast þannig hagsmunum þjóðarheildarinnar gagnvart öðrum þjóðum og forðast að feta í fótspor þess leiðtoga, sem þeir tigna mest með vörunum, — heldur boðar sjálf ríkisstjórn íslands beinlínis hvað eftir annað, að verðið, sem íslendingar heimti af erlendu hringunum fyrir hráefni sín, sé alltof hátt! Slíka afstöðu tóku einnig verstu dönsku embættismennirnir forðum daga, þegar íslenzkum fram- leiðendum fannst danskir einokunarkaupmenn arðræna sig. (Nú skirrist íslenz.k ríkisstjórn ekki við að undirbjóða erlenda keppinauta íslands, samtímis því sem hún segir, að Íslendingar lieimti of liátt verð! Samanber síðustu síldar- lýsissölu til Breta.) Það er sem forustumenn borgaraflokkanna á íslandi ltafi fyrir stríð og eftir stríð fyrst og fremst litið á það sem verk- efni sitt að sætta íslendinga við arðrán erlendu hringanna og beygja okkur undir ok þeirra, — en forðast allt, sem gat heitið heildarbarátta þjóðarinnar gegn þessu arðráni og hagnýting á góðri aðstöðu, hvenær sem lnin kynni að skap- ast, til að bæta „kaup hennar og kjör“ út á við. Þess vegna hafa þessir stjórnendur oft verið líkari „faktorum“ fyrir erlent auðvald en forvígismönnum smáþjóðar, sem þurfti að berjast fyrir hækkuðu vöruverði og elnaliagslegu frelsi gegn voldugum auðhringum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.