Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 21

Réttur - 01.10.1950, Síða 21
RÉTTUR 261 Óttinn við að yfirheyra Norðurkóreumenn Afskipti sameinuðu þjóðanna af Kóreustyrjöldinni hafa verið með algerum endemum, svo að vægilega sé til orða tekið. Síðar mun minnzt á lögleysur Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra í upp- hafi styrjaldarinnar, en hér skal minnt á eina athyglisverða stað- reynd: Allt til þessa dags hefur verið komið í veg fyrir að nokkur fulltrúi Norðurkóreustjórnar fengi að skýra frá sjónarmiðum stjórnar sinnar frammi fyrir sameinuðu þjóðunum. Fjölmargar tillögur hafa verið bornar fram um það að báðir málsaðilar yrðu yfirheyrðir, en þær hafa allar verið felldar af Bandaríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Þess í stað hefur frásögn Suðurkóreustjórnar verið hafin upp í veldi hins óskeikula sannleika. Þessi vinnubrögð eru í algerri andstöðu við tilgang sameinuðu þjóðanna. Þeim er ætlað það hlutverk í stofnskránni að fram- kvæma hlutlausa rannsókn á öllum deilum og ákveða síðan að- gerðir í samræmi við niðurstöður rannsóknarinnar. En þessi meginregla hefur sem sagt verið þverbrotin, og í þess stað fylgt einhliða málflutningi Suðurkóreustjórnar. Hver er skýringin? Hún er ofureinfaldlega sú að Norðurkóreustjórn hefur í fórum sínum óvéfengjanleg sönnunargögn um aðdraganda og upphaf styrj- aldarinnar, og þau sönnunargögn eru ekki aðeins áfellisdómur yfir hinni stríðsóðu stjórn Suðurkóreu, heldur afhjúpa þau þátt- töku Bandaríkjaríkjastjórnar á eftirminnilegan hátt. Hugsjónir Suðurkóreustjórnar Eins og kunnugt er varð fall Seoul, höfuðborgar Suðurkóreu- stjórnar, á mjög snöggan og óvæntan hátt í upphafi styrjaldarinn- ar. Stjórnarvöldin, hinir bandarísku ráðgjafar og nefnd sameinuðu þjóðanna, höfðu engan tíma til að gera hreint hjá sér, heldur hugs- uðu um það eitt að komast undan. Þessir aðilar skildu eftir svo mikilvæg skjöl, að ekki er að undra þótt allt kapp sé lagt á að koma í veg fyrir að þau birtist — t. d. hjá nefnd sameinuðu

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.