Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 30

Réttur - 01.10.1950, Side 30
270 RÉTTUR Norðurkóreu eftir hernám landsins. Hluti seðlanna hafði þegar verið fluttur að landamærunum! Syngman Rhee og klíkubræður hans hljóta sannarlega að hafa verið spámannlega vaxnir í meira lagi fyrst þeir vissu með svo óskeikulu öryggi að þeir myndu heyja „varnarstríð" sumarið 1950 og höfðu gert svo víðtækar ráðstafanir með tilliti til hins endan- lega sigurs. Jákvæðar undirtektir Bandaríkjanna í upphafi þessa órs urðu undirtektir Bandaríkjanna loks full- komlega jákvæðar. 26. janúar 1950 var undirritaður samningur um hernaðarbandalag milli Bandaríkjanna og Suðurkóreu. í lok febrúar gekk Syngman Rhee á fund MacArthurs og átti við hann mjög mikilvægar viðræður. Um eðli þeirra komst hann sjálfur þannig að orði 1. marz í ár: „í baráttunni fyrir frelsun hins kúgaða lands vors (Norð- urkóreu) verðum vér ekki öllu lengur án bandamanna .... “ Um þessar mundir varð einnig kunnugt um að suðurkóreska og japanska stjórnin hefðu gert með sér samning, þar sem hin síð- arnefnda skuldbatt sig til að láta í té mikið af hergögnum, enda þótt vopnaframleiðsla í Japan væri algerlega bönnuð samkvæmt Potsdamsáttmálanum. Fyrir hergögnin áttu Suðurkóreumenn að greiða hrísgrjón, þótt matarskortur væri geigvænlegur í landinu. Enn fremur átti að senda japanska liðsforingja og þjálfara til Suðurkóreu. Hvílíku verði almenningur varð að kaupa þessi viðskipti má lesa úr verzlunarskýrslunum. Fyrstu fimm mánuði ársins 1950, á sama tíma og hungursneyð var í Suðurkóreu, nam útflutningur- inn til Japan 2.800.000 sek af hrísgrjónum (1 sek = 160 kg). í maí komu svo sex hrísgrjónakaupmenn á vegum japönsku stjórnar- innar til Seoul, og næsta mánuð voru enn send 10.000 tonn af hrís- grjónum til Japan!

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.