Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 35

Réttur - 01.10.1950, Page 35
RÉTTUR 275 27. júní í ár, þar sem hann kvað Bandaríkin myndu aðeins styðja Suðurkóreu með flugher og flota. Sú aðstoð átti vissulega að nægja þegar í hlut átti „bezti herinn á meginlandi Asíu.“ Sú afstaða var einnig í samræmi við þá meginstefnu Bandaríkjanna að láta her- menn annarra þjóða berjast fyrir sig, en sú stefna hefur verið túlkuð á eftirminnilegastan hátt af mr. Clarence Cannon, for- manni fjárveitinganefndar Bandaríkjaþings: „Við þurfum ekki að senda hersveitir okkar þangað (til Evrópu) í næstu styrjöld eins og í þeirri síðustu. Við búum í staðinn hermenn annarra þjóða vopnum og látum þær senda sína hermenn út í eldinn, til þess að við þurfum ekki að senda drengina okkar.“ En allar þessar áætlanir brugðust í Kóreu. Norðanmenn voru vissulega hvorki „vantrúaðir né vondaufir“ heldur staðráðnir í þvi að verja frelsi föðurlands síns. En mestu máli skipti þó hitt að öll alþýða Suðurkóreu reis upp til að hrinda áþján innlendra leppa og erlendrar íhlutunar. • II. EÐLI STYRJALDARINNAR Þær staðreyndir sem nú hafa verið raktar varpa skýru Ijósi á aðdraganda styrjaldarinnar og upphaf hennar og þær afhjúpa laumuspil Bandaríkjanna að tjaldabaki. Hins vegar skal enn rakin nokkru nánar sú staðreynd að Kóreustríðið hófst sem borgara- styrjöld innan einnar þjóðar og rifjuð upp hin dæmalausa mis- notkun Bandaríkjanna á samtökum sameinuðu þjóðanna. Kórverjar eru ein þjóð Énginn mun treysta sér til að bera brigður á það að Kórverjar hafa öldum saman verið ein þjóð og eitt ríki, þar til Japanir lögðu landið undir sig. Þetta er forsenda þeirra ráðstafana sem samþykktar voru um

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.