Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 41

Réttur - 01.10.1950, Side 41
RÉTTUR 281 við og við. En það var sama hversu marga andstæðinga hann lét myrða, alltaf varð útkoman verri og verri. Síðustu „kosningar" fóru fram í ár, 30. maí 1950. Þá fækkaði stuðningsmönnum Syng- man Rhee á þingi úr 81 í 49, en fulltrúum andstöðuflokkanna fjölgaði úr 64 í 136! Þrátt fyrir allt ofbeldið var Syngman Rhee kominn í algeran minnihluta á þingi. En það var ekki skipt um stjórn. Stjórn Syng- man Rhee sat kyrr eins og ekkert hefði i skorizt í skjóli Banda- ríkjanna. Ástæðan til þess að Bandaríkin reyndu nú ekki einu sinni að halda við yfirskini lýðræðisins var hin fyrirhugaða styrjöld. Hefði stjórn Syngman Rhee hrökklazt frá völdum, hefðu allar áætlanir hans raskazt. Hefðu Kórverjar fengið að vera í friði Eins og rakið hefur verið bjó í Kóreu ein þjóð, skilin sundur af tilviljunarkenndri línu. Norðan línunnar fór fram ör, friðsamleg þróun til aukinnar velmegunar, sunnan hennar ríkti duglaus ofbeldisstjórn. Jafnt í Norður- sem Suðurkóreu óskaði öll alþýða eftir sameiningu landsins, eins og glöggt kom í ljós af leynilegu kosningunum 1948 og „kosningum" Syngman Rhees í ár. Þetta var ástand sem að sjálfsögðu gat ekki haldizt til lengdar og ef þjóðin hefði fengið að vera í friði hlaut að koma til eining- ar landsins. Öll andstaða Syngman Rhee hefði verið vonlaus, ef ekki hefði komið til afskipta annarra aðila. Þegar Kóreustríðið hófst var það borgarastyrjöld, átök innan þjóðar, ekki milli þjóða. Ef Kórverjar hefðu sjálfir fengið að ráða málum sínum hefðu þau verið auðleyst og heimsfriðurinn ekki verið í neinni hættu. En þegar á öðrum degi breytti styrjöldin um eðli með íhlutun Bandaríkjanna og síðar flestra fylgiríkja þeirra. Hún breyttist í árásarstyrjöld Bandaríkjanna gegn kóresku þjóð- inni. Sú íhlutun var sjálf forsenda þess að styrjöldin var hafin, eins og áður hefur verið sannað ýtarlega.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.