Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 43

Réttur - 01.10.1950, Page 43
RETTUR 283 aðgerðir Bandaríkjanna síðan stríði lauk. Og borgarastyrjöldin var vissulega notuð til hins ýtrasta. 27. júní lýsti Truman yfir stuðningi sínum við klíku Syngman Rhee. Jafnframt braut hann loforð sitt frá því í janúar 1950 um að Bandaríkin myndu ekki skipta sér af baráttunni um Taivan (Formósu), enda hafði MacArthur lýst yfir því eins og áður er rakið að nauðsynlegt væri að hefja stríð í Kóreu svo að átylla fengist til að hernema Taivan. Taivan er kínversk eyja, og yfirr ráð Kína eru viðurkennd af stórveldunum. Þar hefur Sjang Kai- sék undanfarið haft aðsetur sem einskonar sjóræningi. Þaðan hefur hann ráðizt á skip við strendur Kína og þaðan hafa hinar bandarísku vélar hans með bandarískmenntuðum áhöfnum kastað sprengjum yfir borgir Kína. Nú lýsti Truman yfir því að hann myndi „vernda“ Taivan gegn alþýðulýðveldinu Kína og samsvarar það í rauninni stríðsyfirlýs- ingu gegn 500 milljónum Kínverja. Truman lýsti einnig yfir því að hann myndi senda fleiri her- menn til Filipseyja, en þær eru sjálfstætt ríki og meðlimur sam- einuðu þjóðanna! En einnig þar hefur þjóðfrelsishreyfing alþýð- unnar stöðugt orðið öflugri. Og Truman hélt áfram. Hann lýsti yfir því að Bandaríkin myndu senda víðtæka hernaðaraðstoð til frönsku innrásarherj- anna í Viet-Nam og brezku innrásarherjanna á Malakkaskaga. Styrjöld sú sem Syngman Rhee hóf að undirlagi Bandaríkjanna var þannig hagnýtt út í yztu æsar; viðbrögðin voru snögg og höfðu auðsjáanlega verið undirbúin lengi. Alvarlegasti þáttur þessarar uggvænlegu þróunar er þó ef til vill misnotkun sameinuðu þjóðanna. ra. MISNOIKUN SAMEINUÐU ÞJOÐANNA 27. júní lýsti Truman yfir hernaðarstuðningi við Syngman Rhee, en það var ekki fyrr en að kvöldi þess dags að Öryggisráðið hélt

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.