Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 46

Réttur - 01.10.1950, Page 46
286 RÉTTUR Meira en milljarður Og enn á ný svaraði Nehru 16. júlí með svohljóðandi bréfi: „Ég er ákaflega þakklátur yður fyrir fljót og jákvseð svör. Ég set mig nú í samband við aðrar ríkisstjórnir sem hlut eiga að máli og vonast til þess að geta fljótlega aftur snúið mér til yðar.“ En Nehru varð ekki að þeim vonum sínum. Svör Bandaríkjanna voru algerlega neikvæð; þau höfðu ekki áhuga á friðsamlegri lausn deilunnar, og tilraunir Nehrus báru því engan árangur. Hins vegar sýndu þær að þrjú fjölmennustu ríki hnattarins, Sovét- ríkin, Kína og Indland voru sömu skoðunar um lausn Kóreudeil- unnar. íbúatala þeirra er meira en milljarður, og enginn mun draga í efa að mikill meirihluti af íbúum hnattarins hafi fylgt stefnu þeirra í þessu máli. Sovétríkin reyna enn sætfir Sovétríkin reyndu þó enn frekari tilraunir til að stöðva styrj- öldina í Kóreu og leysa deiluna á friðsamlegan hátt. Þau sendu Jakob Malik aftur á fundi Öryggisráðsins og var það framrétt hönd til sátta. Hann tók þar upp þráð þeirra Nehrus og Stalíns og lagði til að Öryggisráðið hagaði dagskrá sinni þannig: 1. Rætt verði um það hvort viðurkenna skuli fulltrúa alþýðustjórnarinnar í Kína sem löglegan fulltrúa Kínaveldis. 2. Rætt verði um friðsamlega lausn Kóreudeilunnar. Þessu þverneituðu Bandaríkin og fylgiríki þeirra. Malik teygði sig þá enn lengra. Hann lagði til að endanlegri ákvörðun um fulltrúaréttindi Kína yrði frestað en í staðinn yrðu gerðar þessar ákvarðanir: 1. Öryggisráðið býður fulltrúa kínversku alþýðustjórnar- innar að taka þátt í umræðum Öryggisráðsins um Kóreu, og kallar fyrir sig fulltrúa kórversku þjóðarinnar í umræð- unum um Kóreuvandamálið. 2. Styrjaldaraðgerðum í Kóreu verði hætt, og allir erlend- ir herir fluttir burt úr landinu.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.