Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 49

Réttur - 01.10.1950, Síða 49
RÉTTUR 289 þjóðamálum. Áróðurinn er einnig hagnýttur í baráttunni gegn sam- tökum íslenzkrar alþýðu og sjálfstæði þjóðarinnar. Með áróðrinum um Kóreustyrjöldina er reynt að beina athygli fólksins frá sívax- andi skorti, óstjórn og eymd og það er reynt að trylla þjóðina til að láta af höndum dýrmætustu réttindi sín. Kröfurnar um bandarískt hernám íslands verða nú stöðugt opin- skárri, kröfurnar um fasistískar aðgerðir gegn Sósíalistaflokknum verða sífellt blygðunarlausari. Og rökstuðningurinn er: Kórea! Þess vegna hefur það aldrei verið eins mikilvægt og nú að öll alþýða haldi vöku sinni, fylgist sem bezt með þróun alþjóðamála og sé örugglega á verði um réttindi sín og hagsmuni. Enginn sá sem þekkir þær staðreyndir sem hér hafa verið tíndar til getur fallizt á þá „röksemd" að hin bandaríska árás á Kóreu skuli leiða til þess að ísland verði einnig hernumið! (Tínt saman, þýtt og endursagt í nóv. 1950). M. K. /

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.