Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 60

Réttur - 01.10.1950, Page 60
BRYNJÓLFUR BJARNASON: i INNLEND VÍÐSJÁ Þing Alþýðusambandsins / Eins og frá hefur verið skýrt í þessum þáttum náði hið sameinaða afturhald talsverðum meirihluta á þingi Alþýðu- samhandsins í nóvember. En þingið brást að ýmsu leyti vonum þeirra. Þeim tókst að vísu að láta Alþýðusambandið ganga úr Alþjóðasambandi verkalýðsins og sækja um upptöku í klofningssambandið, og á sambandsstjórninni varð vitaskuld engin breyting til batnaðar. En hinsvegar samþykkti þingið ýmsar merkar tillögur í algerri andstöðu við stefnu þríflokkanna. Helztu atriði þeirra eru þessi: 1. Verkalýðsfélögin beiti sér af alefh til að stöðva kjara- rýmunina af völdum gengislækkunarinnar, og hafi nána samvinnu í þeirri baráttu. Það var samþykkt sem lágmarks- krafa, að full vísitöluuppbót skyldi greidd á kaup mánaðar- lega. 2. Samþykkt voru harðorð mótmæli gegn klofningsfé- lögum atvinnurekenda í verkalýðshreyfingunni og afskipt- um þeirra af málefnum samtakanna. 3. Þess var krafizt að Keflavíkursamningnum yrði sagt upp, að flugvöllurinn yrði ekki notaður til hernaðarþarfa og að Islendingar fengju full og óskoruðyfirráð yfir honum. 4. Þingið staðfesti samþykktir verkalýðsráðstefnunnar, sem haldin var s.l. vor með eftirfarandi stefnuyfirlýsingu: „Þá lýsir þingið yfir því, að það telur að aðalvandamál atvinnuveganna, verði eins og nú er komið málum, að- eins leyst með öflun nýrra markaða, fjölbreyttari vöru- frmleiðslu, afnámi hins mikla gróða verzlunarstéttarinn-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.