Réttur


Réttur - 01.01.1962, Síða 22

Réttur - 01.01.1962, Síða 22
22 R É T T U H ncyzluaukning ó mann — þ. e. hinar raunverulegu lifskjarabætur, — yrðu 2,9% á óri. Það samsvarar því að i loks 10 óra tímabilsins hefði neyslan á mann vaxið úr 100 í 133 (eða um 33%). Setjum nú svo sem í fyrra dæminu að öll neyzluaukningin kæmi fram í auknum kaupmætti tímakaupsins einvörðungu, — og að ríkisstjórnin hefði haft mátt til þess að halda sem grunni kaup- máttar tímakaupsins þeim 83 stigum, sem hún með harðstjórnarað- gerðum sínum hefur sett kaupmáttinn niður í, þá yrði kaupmáttur tímakaupsins eftir 10 ár, á því herrans ári 1972 aðeins 110 stig (83-j-33%), eða nokkurnveginn sama og í janúar 1959 (þá var hann 109 stig)!! hetta er sú „glæsilega framtíð", sem afturhaldið býður alþýð- unni að þræla fyrir næstu 10 árin! Þetta er þeirra „leið til bættra lifskjara“, að hjakka í sama farinu og janúar 1959 eftir 10 ár! Hvílík lágkúra íslenzks afturhalds! Hvílíkt hróplegt ranglæti gagn- vart íslenzkri alþýðu! — A sama tímabili, 10 árum, mun sovésk alþýða tvöfalda tekjur ú hvern íbúa og samtímis koma á 35 líma vinnuviku. Stóriðjuveldi Vesturveldanna setja sér ekki rishærra mark en ríkisstjórnin hér! Það er sem þau finni á sér að feigðin nálgist og að kreppurnar, sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur auðvaldsskipu- lagsins, muni tefja för þeirra fram á við, þótt þau reyni nú á allan annan hátt að losna við þær en þann eina örugga: að afnema auð- valdsskipulagið sjálft. Kennedy Bandaríkjaforseti setti markið ekki hærra í áskorun sinni til Vesturveldanna en 50% aukningu á 10 árum, — eða ef 2% þjóðarfjölgun væri hjá þeim og auðvaldið gleypli ekki alla viðbót neyzluaukningar frá almenningi: 2,1% neyzluauking á mann á ári (50% auking á 10 árum samsvarar 4,2% aukningu á mann á ári við 2% þjóðarfjölgun). Þetta samsvarar á 10 árum neyzluaukningu á mann úr 100 upp í 123.3. En við allar óætlanir, jafnt Kennedys sem núverandi afturhalds- stjórnar, er það að athuga að cngin vissa er einu sinni fyrir fram- kvæmd þeirra. Aðferðir cinkaauðvaldsins og stjórnarhættir eru ein- vörðungu miðaðir við að skapa gróða handa auðvaldi, ekki bætt kjör handa alþýðu. Fyrir bættum kjörum sér til handa hefur alþýðan alltaf orðið að berjast, — oft blóðugri baróttu við auðvaldið fyrir hverjum bito handa börnum sínum. En reynslan sýnir og sannar að aðferðir sósíalismans: forusta

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.