Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 5

Réttur - 01.07.1966, Side 5
kéttur 205 þeim dóma sögunnar og þjóðanna fyrir þjóðarmorð og stríðs- glæpi Vietnamstyrjaldarinnar. En það er óhugnanlegur dómur yfir „menningar“-stigi auðvaldsskipulagsins, að sú auðmannastétt, sem lengst hefur komizt í tækni, skipulagi, valdi og áróðri, skuli um leið vera sú lítilsigldasta, samvizkulausasta og dýrslegasta, sem heim- urinn hefur þekkt. Blóðferillinn frá Hiroshima til Vietnam táknar ranghverfuna, — það afskræmi tímanna, sem auð- valdið er að gera þjóð Abrahams Lincolns að. En heiður sé þeim hugrökku Bandaríkjamönnum, sem berjast gegn þess- ari smán þjóðar þeirra! Þeirra siðferðilega barátta er um leið fyrirheit þess að þjóð Vietnam, sem af slíkum fádæma hetjuskap milljóna einstaklinga heyr nú baráttuna við ofur- eflið, muni sigra — þrátt fyrir allt. Og þá kemur og sá tími að „hefnandinn setur þing og lýginn fær lögfullan dóm.“ Islenzka burgeisastéttin er nú á góðri feið með að sökkva niður í sama foraðið og fyrirmynd hennar í Washington. Með Morgunblað sitl sem málgagn bandarískra stríðs- glæpamanna reyna þessir staurblindu ofstækismenn að níða þá lietjuþjóð, er ofureflinu verst, og upphefja múgmorðingj- ana í Washington á sama hátt og Hitler og hryðjuverkum hans var liælt á síðum Morgunblaðsins áður, af því allt væri þetta unnið gegn kommúnistum. Islenzkri burgeisastétt væri nær að snúa sér að eigin vandamálum, ef hún ætlar að reyna að taka þátt í því að stjórna þessu landi, — heldur en að iðka áfram þann „hund- flata skrælingja“-hátt, sem inikill hiuti hennar tamdi sér á tímum kalda stríðsins gagnvart amerískri yfirgangsstefnu. Hinar þrjár deildir hennar — atvinnurekendur í fisk- framleiðslu, iðnaði og viðskiptum, — vita engar nein ráð í ógöngunum, sem óstjórn þeirra í efnahagsmálum setur

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.