Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 24

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 24
224 RETTUtt honuni. Ver.ið gat, að kaupmaðurinn yrði rausnarlegri við þá, enda þeim málið skyldast. Og nú voru þessir litlu skuldheimtumenn á ieiðinni til kaupmanns- ins. Haraldi var órótt. I huga hans barðist kvíði og eftirvænting. Hann kveið fyrir að standa frammi fyrir kaupmanninum í fullri búð af fólki. En um leið hlakkaði hann til að fá þetta borgað. Hvað myndi hann annars fá mikið? Svona baujur hlutu að kosta mikla peninga. Hann langaði svo til að geta gefið mömmu sinni eitthvað í jólagjöf, helzt fallegu könnuna, sem hann hafð.i séð í búðargluggan- um. Mamma myndi verða fjarska glöð að fá hana. Hann skyldi líka kaupa eitthvað handa Steina, sem hafði verið svo duglegur að hjálpa honum, og hann ætlaði að kaupa vasaklút handa afa og svo eitthvað handa pabba og Nonna bróður. Nonni var nú oft góður við hann, þótt honum þætti stundum gaman að stríða þeim litlu strákunum. Og svo gæti hann kannski líka keypt sér ný stígvél. Gömlu stígvélin hans Steins, sem hann fékk í sumar voru alstaðar farin að leka með bótunum. A meðan drengurinn hugsaði þannig upp fleira og fleira, sem hann gæti keypt fyrir inneign sína hjá Einari Sveinssyni, færðust þeir nær og nær búðinni. Hún var uppljómuð eins og vera bar í sjálfri jólakauptíðinni. Uti í glugganum voru tveir lampar, sem logaði á, sinn hvoru megin. Á milli þeirra var stillt ú allskonar varningi. Þarna voru rósóttir klútar við hliðina á svörtum vaðstígvélum. Þarna voru vasa- hnífar, hengilásar, hneifar og pilkar, jólakort með skínandi mynd- um, boltar í allavega litlum, öskubakki úr postulíni með hundi á og margt fleira. I miðjum glugganum stóð gljáandi olíuvél og ofan á henni brúnir karlmannsskór. Hægra megin við hana stóð svo kann- an. Litfögur rós var á þeirri hliðinni, sem fram sneri og að ofan var gyllt rönd. Framan við rúðuna voru undirskálar með brjóstsykri, súkkulaði, gráfíkjum, eplum og appelsínum. Drengirnir stóðu heillaðir og horfðu á alla þessa dýrð. Þetta var eins og að sjá inn í steinana huldufólksins. Haraldur hugsaði um, hvað mamma hans yrði glöð, þegar hann færði henrri svona fallega gjöf. Og þótt hann væri kvíðinn, fann hann dálítið til sín, að eiga inni í þessari verzlun. Inni í búðinni var þröng og ys. Kaupmaðurinn var fyrir innan borðið, lágur og gildvaxinn, en kvikur í hreyfingum, brosandi fram- an í viðskiptavinina. Einkum varð bros lians ljómandi, þegar hann sá kaupandann taka upp peninga til að borga með þegar hann af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.