Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 36

Réttur - 01.07.1966, Side 36
236 réttur sem eftir varð af friðsælli mannabyggð. Þessi hafa orðið örlög t. d. Toozchourmatou, Chemchemal, Kifri, Adyeller, Shouen og Shaik Bezini í Kirkuk héraði. I Adyellar og Shouen var eyðileggingin framkvæmd undir yfirumsjón landvarnarmólaráðherra íraks. Sömu örlög biðu annarra héraða Kúrda. Kommúnistaflokkur Iraks viðurkennir rétt Kúda til sjálfstjórnar og styður þá í baráttu þeirra, en er jafnframt þeirrar skoðunar að lýðræðisleg lausn málsins fáist ekki nema núverandi afturhalds- stjórn landsins sé steypt af stóli ... Sjálfstjórn Kúrda í írak myndi styrkja bróðurlega samstöðu Araba og Kúrda gegn heimsvaldasinnum og Arif og hans aftur- haldsstjórn, tryggja sjálfstæði landsins og efla félagslegar umbætur. Þvingun og ofbeldi í sambúð þessara þjóðarbrota skapar tortryggni og auðveldar alla íhlutun erlendra heimsvaldasinna og aðgerðirþeirra til að sundra samstöðu íbúanna. Það er því nauðsynlegt að allir framfarasinnaðir stjórnmálaleiðtogar í arabiska heiminum veiti Kúrdum virkan stuðning í baráttu þeirra fyrir sjálfstjórn. Almenningur í írak veit fullvel að bylting Kúrda er ekki „inn- flutt“, að hún á eðlilegar orsakir í þeirri þjóðerniskúgun sem þeir hafa verið beittir. Núverandi stjórnarherrar í Bagdad eru jafnvel hræddir við að taka sér í munn nafnið „Kúrdistan“ og hafa í þess stað búið til heitið „Norðlendingarnir“. En almenningur í Irak veit að Kúrdar berjast fyrir göfugum og réttlátum málstað og styður af heilum huga uppreisn þeirra. Byltingarbarátta Kúrda er ekki bundin við sjálfstjórnartakmarkið eitt, þeir berjast einnig fyrir lýðræðisstjórn í írak. Sigur í málefn- um Kúrda er því óaðskiljanlegur hluti baráttunnar fyrir stjórnar- farslegu lýðræði . . . Það er einnig mikilvægur þátlur í þjóðfrelsis- baráttu Miðausturlanda almennt og Arabahreyfingarinnar, þáltur í þjóðfrelsisbaráttunni í þessum löndum fyrir frelsi, framförum, lýð- ræði og friði. Ahrif heimsvaldasinna og íhlutun má bezt marka af afturhalds- samri stjórnarstefnu í írak. Herforingjaklíkan og Al-Bazzaz for- sætisráðherra gerast æ handgengnari erindrekar erlendra olíu- hringa og tengjast CENTO æ fastari böndum, og eru í samvinnu við erkiafturhaldið í Saudi Arabíu, Jordaníu og Tyrklandi. Það er al- kunnugt leyndarmál að það var Hvíta húsið og olíuhringarnir sem áttu mestan þáttinn í að koma Al-Bazzaz í forsætisráðherrastólinn. Hinir nýju, smánarlegu samningar við olíufélögin er verðið sem greitt var fyrir stuðninginn til að berja niður byltingu Kúrdanna.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.