Réttur


Réttur - 01.07.1966, Síða 62

Réttur - 01.07.1966, Síða 62
262 KÉTTUK að kenna sig við' það — og á íslandi eru lil nógu lítilsigldir menn Lil þess að éta það upp eftir þeim. Bandaríkin hafa nú þá afstöðu sein höfuðkúgunarvald heims sem Bretland liafði um 1900 og Hitler-Þýzkaland i Evrópu 1942 — fyrir Slalingrad. Um Brela orti Guðmundur Friðjónsson um aldamótin og nefndi þá „Enskinn“: „níðinginn, sem Búa bítur, Búddha lýð til heljar sveltir, hundingjann, sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörðu lílur.“ Og Stephan G. r.isti þeim ódauðlegt níð í „Transvaal“. En níðingsverk Breta voru aðeins upphafið að þeim ægilegu hryðjuverkum, sem náð hafa hámarki með múgmorðum nazista og Bandaríkjahers. Barnamorðin i Vietnam verða eilífur smánarblettur bandarísku herraþj óðarinnar. Einvaldskonungar „lýðræðislandanna" og kcisari þeirra. Hér áður fyrr börðust þjóðirnar gegn einvaldskonungum, er réðu ollu í löndum sínum — og hið pólitíska lýðræði sigraði að lokum, íyrst með byltingum og borgarastyrjöldum, eins og í Englandi, Frakklandi og víðar, og síðar með friðsamlegri en harðri barátlu, sem hvað eflir annað var á mörkum uppreisnar og borgarastyrj- aldar. Nú er svo kornið í auðvaldslöndunum, sem reyna að skreyta sig með nafni lýðræðisins, að allt höfuðvald í atvinnulífinu er að kom- ast í ihendur örfárra fyrirtækja: voldugra samsleypa einkabanka og stóriðjufyrirtækja, risavaxinna einokunarhringa, er drottna yfir atvinnulífi — og þarmeð stjórnmálalífi -— auðvaldslandanna með margfalt meira og hættulegra valdi en nokkrir einvaldskonungar nokkru sinni liafa haft. Þelta var sú þróun, sem marxistar sýndu fram á að væri að gerast i upphafi aldarinnar. lludolf Hilferding reit sína frægu bók „Das Finanskapilal“ (,,Fjármálaauðvaldið“) strax í upphafi aldar- innar, 1905, og Lenin reit sína meistaralegu skilgreiningu á þessu hæsta og síðasta stigi auðvaldsskipulagsins „Der Imperialismus“ („Heimsvaldastefnan, þýtt 1961 á íslenzku) 1916 og skilgreindi þar hina pólitísku yfirbyggingu og stefnu einokunarauðvaldsins.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.