Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 63

Réttur - 01.07.1966, Page 63
kéttur 263 Nú er svo komið að fulltrúar og samtök borgarastéttarinnar, meira að segja hér á lslandi, verða að játa þessar staðreyndir. í blaði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (1.—4. tbl. 1966) „Frost“ er birt grein þar sem m. a. eftirfarandi staðreyndir eru viðurkenndar: 2% fyrirtækja viðskiplalífsins ráða 70—80% af heimsviðskipt- unum. Ar frá ári vex þessum risafyrirtækjum fiskur um hrygg. — General Motors er stærsta verzlunarfyrirtæki veraldar. Sala þess á ári er meiri en 12 stærstu fyrirtækja Vestur-Þýzkalands. Sala þess á bifreiðum er jafnmikil og framleiðsla allra bifreiðaverksmiðja Efnahagshandalagsiandanna. — 100 félög í Bandaríkjunum ráða 60% hlutafjáreignar framleiðslufyrirtækja. —- Standard Oil í New Jersey ræður yfir eignuin, sem nema 12.500 milljónum Bandaríkja- dollara. — Síðan 1950 hafa 200 stærstu framleiðslufyrirtæki i Bandaríkjunum eignast 2000 önnur fyrirtæki með samrunaaðgerð- um. — Stærstu stálframleiðslufyrirtæki Vestur-Þýzkalands hafa sameinast í stærstu stálframleiðslufyrirtæki í Evrópu. Þýzk, frönsk, belgisk stórfyrirtæki renna saman í risahr.inga. — 25 bílaframleið- endur sjá um 90% beimsframleiðslunnar á bílum. -— 1 Japan eru yfir 500.000 félög, en 60% eigna þeirra eru í höndum 559 stærstu félaganna. Þróunin í auðvaldsheiminum er allsstaðar hin sama. Fáir ein- valdskonungar drottna yfir atvinnulífinu og einn amerískur „keis- ari“ yfir öllu saman. — Baráttan fyrir lýðræði í atvinnulífinu er haráttan fyrir sósíalisma: að þjóðfélagið sjálft eigi hin voldugu einokunarfyrirtæki, að samv.innuhreyfing hins vinnandi fólks og sarntök verkafólksins ráði og stjórni fyrirtækjunum. Bakhjarl fasismans í Suður-Afriku: bandaríska auðvaldið. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt Suður-Afrí'ku. „Lýðræðis- rikin“: Bandaríkin, Frakkland og England sátu lijá. Það er eins og í dæmisögu Kr.ists um ríka unglinginn. Þessi ríki eiga of mikla pen- inga þar, — eða réttara sagt auðhringirnir, sem ráða pólitík þeirra. Gróði bandarísku auðhringanna af eignum sínum í Suður-Afríku var sem hér segir: 1959: 43 milljónir dollara; 1960: 50 millj.; 1961: 61 milljón; 1962 72 milljónir dollara. Alls reka 160 amerísk auðfélög fyr.irlæki í Suður-Afríku. Alls er fjárfesting þeirra þar um 500 milljónir dollara. Aðeins á árinu Í963 festi General Motors þar í landi 30 milljónir dollara, Ford 11 millj., Firestone 7 millj. og Goodyear 3 milljónir dollara. Mest er

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.