Réttur


Réttur - 01.02.1937, Blaðsíða 3

Réttur - 01.02.1937, Blaðsíða 3
skyggni flokkaskipulag auðvaldsþjóðfélagsins á ís- landi. E,n hann ætlaði sér með því flokksskipulagi lika að marka verklýðshreyfingunni á íslandi bás, — bás endurbótastefnunnar. Hann ætlaði allra mildi- legast að leyfa verkamönnum, þar sem þeir komust í meirihluta, að „koma sumum af hugsjónum jafnað- arstefnunnar í framkvæmd, t. d. rekið kúabú, garð- rækt og fiskveiðar til hagnaðar bæjarfélögum. Látið bæina byggja holl hús yfir þá skýlislausu, eignast lönd og lóðir. Gera leikvelli og íþróttastöðvar, bókasöfn og góða skóla handa æskumönnum bæjanna". (Rétt- ur 3. árg. bls. 32). Við þessu líkar endurbætur átti hið volduga hlutverk verklýðshreyfingarinnar að tak- markast. Og ástæðan til þess, að Jónas vildi þó leyfa henni þetta, var sú, að hann sá að „úrkynjun stóð bersýnilega fyrir dyrum“, ósamtaka og þróttlaus verkamannastétt gat orðið leiksoppur í hendi íhalds- ins, — en verkamannastétt, sem „vinnur sig upp úr bágindunum“, gat einmitt orðið stoð fyrir hans póli- tík. Og til þess að tryggja áhrif sín á hana og tak- marka hana við endurbótastefnuna, reyndi hann með afskiptum sínum af lagasetningu stofnþings Alþýðusambandsins 1916, að marka henni þennan þrönga bás, — en hótaði síðan (1923), ef jafriaðar- menn ætluðu að fara að framkvæma sínar róttæku hugsjónir, þá tæki hann höndum saman við íhaldið. Þess vegna er það, að kommúnisminn, — byltingar- stefna verklýðshreyfingarinnar, — hefir alltaf verið eitur í beinum Jónasar, því hún flytur dauðadóminn yfir lífsverki hans, stefnu hans og honum sjálfum sem stjórnmálamanni og leiðtoga ,,reformismans“ á íslandi. Öll skrif Jónasar frá Hriflu í ritdeilu okkar eru í rauninni aðeins tilraunir til að hylja þetta gjaldþrot, fyrst og fremst með ,,paradísar“-lýsingum á ástand- inu á íslandi og í öðru lagi með því að taka til sam- 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.