Réttur - 01.02.1937, Síða 58
ari játandi. Að þessu sinni endurtók franska stjórn-
in þó ekki sína fyrri villu. Hún fékk þingið til að
samþykkja lög, er h e i m i 1 u ð u henni að gefa út
bann við brottför sjálfboðaliða frá Frakklandi, e f
alþjóðlegt samkomulag næðist um slíkt bann. Sovét-
ríkin lögðust í svari sínu gegn þeirri hugmynd, að
herskipum hverrar þjóðar yrði fengið ákveðið svæði
til eftirlits og stungu upp á því, að hafið yrði sam-
eiginlegt eftirlit þeirra þjóða, er þátt tækju í því,
meðfram allri strandlengju Spánar. Þessi tillaga
kom, eins og vænta mátti, fasistaríkjunum í mikinn
vanda. Blöð þeirra svöruðu í gremju sinni, að hún
væri fram sett til þess að koma í veg fyrir allt raun-
verulegt eftirlit (!). — Yfirleitt voru svör fasistaríkj-
anna varajátningar við fyrirspurninni, en full af
vífilengjum, til þess ætluðum að draga málið á
langinn. Enn hefir ekkert gerzt í málinu, en hlut-
leysisnefndin hefir boðað til fundar einhvern næstu
daga, til þess að ræða svör hinna ýmsu ríkja.
En úr því hlýtur nú að verða skorið á allra næstu
tímum, hvort þessum hlutleyaisskrípaleik verður
hætt, eða ekki. Hin friðarsinnuðu lýðræðisríki Evrópu
hafa' nú teygt sig eins langt til samkomulags við
fasistaríkin og auðið er, en öll sú viðleitni hefir sýnt
enn áþreifanlegar, að því meiri undanlátssemi sem
þeim er sýnd, því ágengari gerast þau í hverju einu.
Fasisminn náði völdum í Þýzkalandi fyrir undanláts-
semi sósíaldemókrata og vinstri flokkanna. ítalska
fasismanum tókst að ræna Abessiníu fyrir undanláts-
semi Þjóðabandalagsins. Spánski fasisminn gat hafið
uppreisn sína vegna undanlátssemi þeirrar vinstri
stjórnar, sem stofnuð var upp úr kosningunum í fyrra.
Yerði þessari undanlátssemi haldið áfram, hleypir
fasisminn heiminum í ófriðarbál áður en nokkurn
varir. Það má ekki verða.
B. Fr.
186