Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 38

Réttur - 01.02.1937, Page 38
hefði getað bætt því við, að skynsemi min játast fi’amvegis því lýðræði, sem í dag er smánað, þó að tilfinningarnar dragi mig ómótstæðilega að fylkingu öreiganna — ekki lærdómslegu takmarki þeirra, heldur lifandi holdi og blóði verklýðshreyfingarinn- ar, í hóp mannanna þar, að hugunum, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu. Eg hefði getað upplýst allt; þetta. En — hvað hefði það gagnað: svipurinn á and- liti dómaranna lokaði við fyrsta tillit vörum mínum“. Hann var dæmdur til hálfs annars árs fangelsis- vistar. Um þetta sakamál skiúfaði Evind Mehle eftirfar- andi orð (í Tidens Tegn) : ,,Þar eð réttarhöldin voru leynileg, er mönnum varnað að vita, hvort Ossietzky hefir þegið mútur erlendis frá eða ekki“. Það verður ekki annað sagt en göfgi hugsunarinn- ar lýsi af þessum orðum. En annars var hr. Mehle ekki ,,varnað“ að vita eitthvað um þetta atriði. Ossi- etzky upplýsti í grein sinni 10. maí 1932 óvefengjan- lega, að engin ákæra í þá átt kom yfir höfuð fram við réttarhöldin. Ossietzky var settur í fangelsi. En þrátt fyrir alla leynd kom upp slík æsing móti dómnum, að málið var tekið upp í ríkisþinginu. Og í þriðja sinn á æfinni var Ossietzky náðaður, þvert ofan í vilja yfirvaldanna — dómurinn var of ástæðulaus. Náðunarlögin •— venjulega kölluð ,,lex Ossietzky“ veittu honum frelsi að nýju. Það var jóladagskvöld 1932. Tveim mánuðum seinna, morguninn eftir þinghall- arbrunann, 28. febrúar 1933, var Ossietzky tekinn fastur á ný. Enginn grunaði Ossietzky um að hafa kveikt í þing- höllinni. Hin opinbera ástæða fyrir fangelsuninni var sú, að hann væri friðai'vinur og hættulegur þjóðfé- 166

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.