Réttur


Réttur - 01.02.1937, Blaðsíða 63

Réttur - 01.02.1937, Blaðsíða 63
menn í Berlín er enginn dr. Wannow til. En hann var þar fyrir 20 árum. Við íyrirspurn Norðurlandablaðanna til þýzku lögreglunnar var því svarað, að Ossietzky hefði verið yfirheyrður. Hann hefði lýst því yfir, að umboðið væri rétt. í þessu sambandi komu fram nýjar ástæður til grunsemda. Frú Kreutzberger beið i Oslo eftir að fá peningana afhenta í bankanum og leitaði til þess aðstoðar þýzka ræðismannsins. Samspilið við yfirvöid nazistanna var opinbert. Fréttaritari „Basler Nachrichten“ varpar dálitlu ljósi yfir þetta. Hann skrifar blaði sínu, að Ossietzky hafi óskað að fá verðlaunin send til Þýzkalands og því snúið sér til fyrrverandi málaflutningsmanns síns í Berlín, sem svo hafi sent frú Kreutz- berger til Oslo. Vér vitum ekki, hve mikil hæfa er í þessu, en vér vörpum opinberlega fram þeirri spurningu, hvort þýzku nazistayfirvöldin hafi þá ekki þvingað Ossietzky til að taka þessa ákvörðun. Fréttir Norðurlandablaðanna um, að Ossietzky hafi verið „yfirheyrður“ af þýzku leynilögreglunni í sambandi við tilraunirnar til að hefja peningana í Oslo, eru nógu ískyggi- iegar. Heimurinn þekkir vitnisburði hundraða og aftur hundr- aða manna, sem hafa upplifað og lifað af yfirheyrslur þýzku leynilögreglunnar. Hann þekkir aðferðirnar, sem beitt er við slíkar yfirheyrslur. Hann minnist þess líka, að á sínum tíma lét sjálf þýzka leynilögreglan keyptan útlendan blaðamann dreifa út fregn um það, að Ossietzky hefði snúizt á sveif með nazist- unum. En sú frétt var litlu síðar afhjúpuð sem tilhæfulaus. ósannindi. Hvað er það þá, sem hér hefir gerzt? Vér vitum það ekki. En af skrifum blaðamannsins frá „Basler Nachrichten“ er auðsætt, aö Ossietzky má ekki fara til Oslo, ekki vegna þess aS heilsa hans þoli það ekki, heldur af því að Hitler leyfir hon- um þaS ekki. Blaðamaðurinn segir, að þegar hann hafi spurt hvers vegna Ossietzky geti ekki farið tii útlanda, þá hafi honum verið svar- að, að erlend blöð hafi „misnotað hann svo i baráttunni gegn Þýzkalandi og stimplað hann sem ævarandi baráttumann", að það geti ekki framar komið til mála, að hann fái að fara úr landi. Blaðamaðurinn tekur réttilega fram, að með þessu sé viðurkennt, „að Ossietzky sé alls ekki frjáls, því ef svo væri, þá mundi honum vera innan handar að komast til útlanda“. Nazistarnir eru nú þegar hættir að halda á lofti yfirdreps umhyggju sinni fyrir heilsufari Ossietzkys og- lýsa því jafnvel opinberlega yfir, að það verði að afstýra því, að hann fari til útlanda, til þess að hann verði þar ekki að áróðursmanni gegn Þýzkalandi. Þetta þýðir tvennt: I fyrsta lagi, að Ossietzky 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.