Réttur


Réttur - 01.02.1937, Qupperneq 40

Réttur - 01.02.1937, Qupperneq 40
um dauðarefsingu við að „útbreiða illt umtal“. En það yrði of langt mál að skýra frá því hér. Jafnvel Aftenposten og Tidens Tegn eru sammála um, að æfi hans þessi ár hafi verið píslarvætti. En bæði þessi kristnu dagblöð staðfesta jafnframt, að píslarvætti g,efi ekki ástæðu til verðlaununar. Um það getum vér verið sammála. En hefir það ekki neitt gildi, er maður heldur full- um kjarki gegn um þriggja ára pyndingar? Það hefir tekizt, að gera hann að líkamlegum örkumlamanni; um tíma lá hann rúmfastur með hjartakrampa; um tíma skalf hann svo um allan líkamann, að hann gat ekki komið matnum upp í sig; er hann eftir mánaðar sjúkravist hafði náð sér svo, að hann var nokkurn veginn frambærilegur fyrir blaðamenn, kom það í ljós, að hann var með berklaveiki og fleiri sjúkdóma, sem fangabúðirnar höfðu fært honum og hann ekki læknazt af. En andlega var hann jafn styrkur og áður, óbug- aður, ótærður. Ummæli hans við hina gaumgæfilega útvöldu fulltrúa heimsblaðanna, sem í návist lögreglu- þjóna fengu tal af honum, voru svo einföld og skýr, að þau blátt áfram urðu ekki rangfærð. Norski full- trúinn, hr. Waldemar Brögger (Tidens Tegn) varð að láta sér nægja að fella nokkuð úr þeim. Síðasta misserið hefir þýzka útbreiðsluráðuneytið spunnið upp fjölda lygasögur um Ossietzky. Þó var náð hámarkinu fram að þessu, er danskur fréttarit- ari í Berlín birti falsað viðtal við hann, þar sem hann var látinn sverja af sér fyrri skoðanir og lýsa sér nánast sem nýorðnum nazista. Það var augljós tilgangurinn með öllum þessum lygum — með öllum ráðum varð að reyna að eyði- leggja möguleika Ossietzky’s til að öðlast Nobels- verðlaunin. Tilganginum varð ekki náð. Og er þýzku yfirvöldin 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.