Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 18

Réttur - 01.02.1937, Side 18
hrópuöu „jafnaðarstefna“ og „bylting“ á sínum tíma, til að vinna íólkið. Fasisminn hefir flutt bylt- inguna nær en nokkur byltingaráróður getur gert, hann hefir gert hana að næsta hlekk í keðju við- buyðanna, þannig, að þegar fasistaríkisstjórn verður steypt af stóli, þá koma engar „hægar eða hraðar1' aðferðir framar til greina. 1 löndum, eins og hér, þar sem fasismi er yfirvof- andi, þá er það mikið höfuðvandamál verklýðshreyf- ingarinnar, hvort þessum tveim flokkum, Alþýðu- flokknum og Kommúnistaflokknum, muni takast bet- ur samkomulagið um hina lýðræðissinnuðu stefnu^ verndun lýðræðisins, en þeim tókst áður í Þýzkalandi um hina byltingarsinnuðu stefnu, eða hvort það er tukthúsið eitt og öxi fasistanna, sem getur sameinað foringja þeirra til fulls. Því miður eru fasistarnir ekki eins miklir snillingar 1 því að gera upp á milli þessara ágætu foringja, eins og þeir sjálfir. Hin róttæka stefna, sem íslenzki Alþýðuflokkur- inn hafði aðhyllzt allt frá dögum byltingarinnar í Rússlandi, var smám saman yfirgefin á velgengnis- árunum fyrir og eftir 1930, vinstriflokkarnir voru komnir í valdaaðstöðu innan hins borgaralega skipu- lags og ýmsir foringjar flokksins komnir upp í háar borgaralegar ábyrgðarstöður, þar sem þeir töldu sig ekki síður eiga að standa reikningsskap gagnvart stofnunum hins borgaralega ríkis og auðvaldsins en hinum auðmjúku, lítt þroskuðu félögum öreiganna og hins vinnandi lýðs. Ýmsum róttækustu kröftum, og ekki sízt þeim foringjum, sem töldu sig fyrst og fremst ábyrga gagnvart hugsjón jafnaðarstefnunnar og gagnvart verkalýðnum í landinu, var gert óvært innan Alþýðuflokksins, flokksstjórnin lét taka opin- bera afstöðu gegn vinsælum verklýðsmálgögnum, þar á meðal „Rétti“, og stimpla þau fjandsamleg verk- lýðshreyfingunni, en aftur á móti var látið viðgang- 146

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.