Réttur - 01.02.1937, Qupperneq 12
hinn ágæti sósíalistaforingi Spánar, Largo Caballero,.
(sem áður hafði verið ráðherra í „vinstri lýðræðis-
stjórn“, — eins og J. J. vill hafa hana), lærði af
hörmungum þeim, sem spánski verkalýðurinn varð
að þola af fasismanum, að einungis sú vinstri stjórn,
sem beitir sér harðlega gegn fasismanum og auð-
valdinu, en hefir samvinnu við kommúnista, getur
orðið alþýðunni heilladrjúg. Þessvegna beitti Caball-
ero sér fyrir samfylkinguinni með kommúnistum og:
nú er nafn hans blessað á hverju fátæku heimili
Spánar, því með samfylkingunni tókst í febrúar
1936 að koma fasismanum frá völdum.
En sú lýðræðisstjórn, er þá tók við, hafði samt enn
ekki lært það, sem Jónas frá Hriflu heldur ekki vill
læra, að sönn lýðræðisstjórn verður, til að vera ör-
ugg í sessi, að styðja sig við fjöldann og treysta
samband sitt við hann, með því að framkvæma hags-
munamál hans, — og þarmeð að þora að koma við
kaunin á auðvaldinu og víkja afturhaldsseggjunum
úr valdastöðum þjóðfélagsins. Það var þetta, sem
kommúnistar vildu að spánska stjórnin gerði, en hún
þverskallaðist við, — og tnú verður Spánn að þola
blóðuga borgarastyrjöld fasismans, sem að miklu
leyti hefði verið hægt að losna við, ef Franco og
kumpánum hans hefði í tíma verið vikið úr valda-
stöðum hersins.
Og nú er svo komið, að Kommúnistaílokkur Spán-
ar, sem Jónas spáði fyrir dauða og áhrifaleysi, er
orðinn stjórnarflokkur ásamt öðrum verklýðsflokk-
um Spánar og á tvo ráðherra í stjórn Caballeros. Og"
svo hetjulega berjast kommúnistar Spánar gegn fas-
ismanum þar, að blað Jónasar flytur sjálft langar
lýsingar á foringjum þeirra og hleður á þá lofi.
En það er jafnframt hörmuleg sönnun þess, hve
hægt lýðræðissinnum Vestur-Evrópu gengur að skilja
hættuna af örþrifaráðum og fantaskap auðvaldsins í
mynd fasismans, að lýðræðisríki Vestur-Evrópu skulí
140