Réttur - 01.02.1937, Side 9
nauðsyn er á að framfylgja dauðadóm þess, áður en
það nær að grípa til þessara ógna til að viðhalda
völdum sínum.
Og meðan Sovétríkin standa sem sá klettur í haf-
inu, sem öll sókn fasismans brotnar á, þá hefir það
sýnt sig, að fyrirmyndarlönd „endurbótastefnunn-
ar“, Þýzkaland og Austurríki, stóðust ekki fasism-
ann, heldur urðu honum að bráð, einmitt af því að
alþýðan hafði vanrækt að nota það vald, er hún
fékk í hendur, til að afmá auðvaldsskipulagið sjálft,
— og á þeirri vanrækslu eiga foringjar sósíaldemo-
kratanna sök, sem sjálfir fóru lengst af með völdin.
Sigur sósíalismans í Sovétríkjunum og hinn hræði-
legi ósigur ,,endurbótastefnunnar“ í Mið-Evrópu (og
þar með því miður ósigur alþýðunnar þar í bráð-
ina), hafði hinsvegar sín stórfelldu áhrif á hugi
manna í Vestur-Evrópu, og því fór svo, að þróunin
á Spáni og í Frakklandi var öll önnur en sú, sem
Jónas frá Hriflu sífellt spáði í skrifum sínum um
kommúnismann. Og skulum við nú líta á þá hluti
nokkru nánar.
„ . Við skulum fyrst taka fyrir Frakk-
Reynsla J J
Frakklands. land- Jonas er, sem kunnugt er, frönsku-
maður góður, og hefir dvalið þar í landi.
Eg hefi hinsvegar aldrei haft tækifæri til að dvelja
í þessum löndum. Það, sem eg veit um þau, er ekki
frá eigin brjósti, heldur álit þeirra félaga minna, er
starfa í kommúnistaflokkum þessara landa, eins og'
þeir út frá vísindum marxismans hafa sagt þróun-
ina fyrir. Þeirra sjónarmiði hefi eg haldið fram í rit-
deilunni við Jónas, — og nú skulum við athuga,
hvor hefir haft á réttara að standa.
Jónas segir 1933, að blað kommúnista í Frakk-
landi, L’Humanité, hafi „veslast upp, og þó að til
sé afarlítill flokkur í Frakklandi, sem telur sig fylgja
stefnu kommúnista, þá er hann þó algerlega áhrifa-
137