Réttur - 01.02.1937, Qupperneq 31
afleiðingm yrði, ef ekki næðist samkomulag millí
þessara tveggja þjóða.
Hann vissi frá byrjun, að öll hættan stafaði af víg-
búnaðarframleiðslunni og hernaðarsinnunum í báð-
um löndunum. Sem Þjóðverji hefði hann getað val-
ið sér létt og þakklátt hlutverk, að fletta ofan af
hernaðarstefnu Frakka. Ossietzky valdi aðra leið.
Hann dró að vísu enga dul á skoðanir sínar um
frönsku hernaðarstefnuna; en hann áleit það aðal-
hlutverk sitt sem Þjóðverja að afhjúpa hinn þýzka
vígbúnað — sem ekki var síður hættulegúr, þó hann
yrði að nokkru leyti að fara fram í leyni.
Menn af sömu stefnu og Ossietzky háðu baráttu
á tvær hendur — móti kommúnistum, sem trúðu þá
á byltingu hvern næsta dag og álitu því allar slíkar
sáttaumleitanir hlægilegar; og gegn hernaðarsinn-
unum, opinberum og leynilegum, sem bjuggust til
hefnda að tíu árum liðnum og töldu þessvegna allt
samkomulag vera svik.
í fyrstu sigraði stefna Ossietzkys. Á ráðherratím-
um Stresemanns gekk Þýzkaland í Þjóðabandalagið.
Daginn, sem það gerðist, lýsti Stresemann því opin-
berlega yfir, að það hefði aldrei áunnizt, ef ekki
hefði notið við starfsemi Ossietskys og félaga hans.
Því neitar enginn, að árangurinn varð magur. Það
er önnur saga að skýra orsökina til þess.
1927 varð Ossietzky ritstjóri að vikublaðinu ,,Die
Weltbuhne“. Frá þeim tíma byrjar start' hans fyrir
alvöru.
Hvað var ,,Die Weltbúhne“?
Undir ritstjórn Ossietzkys varð „Weltbiihne“ lang-
samlega bezt og merkast hinna pólitísku menningar-
legu tímarita Þýzkalands. Það var lítið, fátæklegt
hefti, 48 blaðsíður, prentað á ódýran dagblaðapapp-
ír. En það var lesið á skrifstofu hvers dagblaðs í
Þýzkalandi, í stjórnardeildum og ráðuneytum, í
klúbbum og kaffihúsum, leshringum og stjórnmála-
159