Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 61

Réttur - 01.02.1937, Side 61
í rauninni er þó bæklingur Gides aðeins dómur yt'ir honum sjálíum, vitnisburður um takmarkanir hans, smáborgaralega hleypidóma, skilningsleysi hans á mannlegu félagi og erfiðleikum hinnar miklu nýsköp- unar, er heimtar samstillta krafta og sameiginlegt átak. Hinn einliti blær, sem vissulega er á lífi Sovét- þjóðanna, og Gide hefir fest augun við, hvílir mestur á yfirborðinu, hverjum gesti sjáanlegur. En það er í rauninni undravert, að skáldið Gide skyldi ekki eiga meira djúpsæi og innsæi en svo, að láta hið ytra út- lit og hina ytri túlkun blinda sig fyrir öllu því vax- andi innra fjölskrúðuga lífi, þeim glóandi, mai’g- geislandi krafti, þeirri sigrandi, fjölgneistandi hugs- un, sem býr í hinu samstillta átaki verkalýðs og bænda í Sovétríkjunum.Hversu furðulega glámskyggn má þessi gamli og nýi dýrkandi persónuleikans vera, er ferðast svo um Sovétríkin, þó ekki sé nema fáa daga, að hann skynji ekki persónuleika einstaklings- ins bak við alla sigrana þar í framkvæmdum og vís- indum. Og hvernig gat hann dvalið svo meðal rúss- nesks fólks, horft í svip þess, heyrt á tal þess (þó ekki skildi hann nokkurt orð), að það gæfi honum ekki innsýn í þann nýja heim einstaklingsþroskans, er hann sjálfur hafði alltaf þráð? Það er þyngstur dóm- ur yfir Gide sjálfum, að honum skyldi vera fyrir- munað að skynja það, að hin mikla sammögnun fjöld- ans í Sovétríkjunum er einmitt deigla hins nýja, rís- andi persónuleika. Nordahl Grieg hefir skrifað um André Gide í tímariti sínu ,,Vejen frem“ (1. hefti 1937). Grein hans er rituð af fyllstu sanngirni og samúð með hinu fræga franska skáldi. Hann getur fundið því það eitt til afsökunar að hafa skrifað bæklinginn í flaustri, að óhugsuðu máli. En Nordahl Grieg hefir sjálfur dvalið langtímum í Sovétríkjunum. Hann leitast við að skilja André Gide sem hinn eilífa, borgaralega uppreisnar- 189

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.