Réttur - 01.02.1937, Blaðsíða 49
•eig'inleiki einkum hafa komið fram í því, að hann
notaði frístundir sínar aðallega til þess — eftir því
sem Morgunblaðið skýrði frá — að hekla og prjóna
plögg og flíkur handa fátæklingum Lundúnaborgar.
Eftirtektai’verðust í þessu sambandi er þó afstaða
hinna ensku Alþýðuflokksforingja, sem létu þátt-
töku sína takmarkast við það að styðja íhaldsstjórn-
ina til að koma Játvai’ði VIII. frá völdum, til þess
eins að geta sett í hans stað bróður hans, sem ekki
«r sjáanlegt, að sé honum fremri um neitt — í stað
þess að nota þessa misklíð innan yfirstéttarinnar til
þess að vinna að falii íhaldsstjói’narinnar og safna
alþýðunni saman um kjörorðið lýðveldi.
Gagnvart þessari afstöðu ensku Alþýðuflokksfoi’-
ingjanna, gagnvart íhaldspólitík þeirra í Spánarmál-
unum og fjandsamlegri afstöðu til samfylkingarinn-
ar er gleðilegt að heyra þau tíðindi, að samfylking-
arsamningur hafi tekizt — þrátt fyrir allt — milli
Kommúnistaflokksins, Óháða vei’kamannaflokksins
og félagsskaparins Socialist League. Þetta er upp-
hafið að þeirri hreyfingu, sem um síðir mun knýja
Alþýðuflokksforingjana til að láta að samfylkingar-
vilja fólksins.
Kína.
Um miðjan desember bárust þær fregnir til Ev-
rópu, að kínverski hershöfðinginn Tsjang Hsue
L i a n g , sem sendur hafði verið af Nankingstjórn-
inni vestur í héraðið Shensi með 100000 manna lið,
til þess að berja niður „þá rauðu“, hefði látið hand-
taka forsætisráðherra stjórnarinnar, Tsjang Kai
S h e k , og héldi honum í varðhaldi, að hann hefði
sent stjórninni kröfur um, að hún hætti þegar stríð-
inu gegn Sovéthéruðunum, en tæki í þess stað upp
baráttuna við Japan, en þetta er einmitt krafa
þeii’rar þjóðfylkingax’, sem nú er að skapast í Kína
fyrir forgöngu Kommúnistaflokksins.
177