Réttur - 01.02.1937, Qupperneq 37
lýðveldið skyldi þola í þjónustu sinni dómarastétt
frá keisaratímunum, sem daglega hundsaði lýðveld-
ið, stofnanir þess, trúnaðarmenn og ákvarðanir.
Nokkur dæmi: Maður nokkur hafði kært hinn
prússneska, sósíaldemokratiska ráðherra Severing,
fyrir að hafa þegið 32000 mörk í mútur frá súkku-
laðifirma. Maðurinn gat ekki fært fram minnstu
rök, en hann slapp með 200 marka sekt.
Aðalritstjóri að Schlesische Tagespost ásakaði
Severing fyrir léttúð og samvizkuleysi. Hann var sekt-
aður um 300 mörk með þeim forsendum, ,,að ráð-
herrastaðan nú á tímum er ekki sama virði og áður,
því að .nú getur hver handverksmaður orðið ráð-
herra“.
Þetta var hið „demókratiska réttarfar“ þýzka lýð-
veldisins, sem „Aftenposten" var að tala um. Þetta
réttarfar hafði Ossietzky stöðugt verið að afhjúpa.
Og nú stóð hann frammi fyrir hinum háæruverðuga
fulltrúa þess, sjálfum ríkisréttinum.
Sjálfur skrifaði hann seinna (í hinni frægu grein
sinni „Reikningsskilin", 10. maí 1932, daginn sem
hann byrjaði að sitja af sér fangelsisdóminn) :
„Einn hlutur vakti lifandi áhuga hinna háu dóm-
ara: að eg hefði eins árs skeið rétt eftir stríðið verið
ritari í friðarfélagi. Af því drógu þeir ályktun um
stöðuga „andhernaðarsinnaða afstöðu“. Eg hefði
getað upplýst, að hvorki í starfi mínu né lífsskoðun
höfðu friðarvinafélög þýðingu nema stuttan tíma; að
eg hefi síðan orðið ósáttur við flesta foringja friðar-
vinastefnunnar, að eg álít pólitík þeh’ra ranga og
eyðileggjandi fyrir málstaðinn. En eg hætti við þctta.
Því — mér bauð við að x’éttlæta sjálfan mig á kostn-
að manna, sem ofurseldir eru sömu ofsóknum og eg'.
Eg hefði getað upplýst, að síðan eg dró mig út úr
félagsskap friðarvina, hefi eg sjálfur skírzt í hinni
miklu deiglu tímanna og unnið mig fram til ljósrar
og skýrrar aðstöðu, sem er opinberlega kunnug. Eg-
165