Réttur


Réttur - 01.02.1937, Blaðsíða 37

Réttur - 01.02.1937, Blaðsíða 37
lýðveldið skyldi þola í þjónustu sinni dómarastétt frá keisaratímunum, sem daglega hundsaði lýðveld- ið, stofnanir þess, trúnaðarmenn og ákvarðanir. Nokkur dæmi: Maður nokkur hafði kært hinn prússneska, sósíaldemokratiska ráðherra Severing, fyrir að hafa þegið 32000 mörk í mútur frá súkku- laðifirma. Maðurinn gat ekki fært fram minnstu rök, en hann slapp með 200 marka sekt. Aðalritstjóri að Schlesische Tagespost ásakaði Severing fyrir léttúð og samvizkuleysi. Hann var sekt- aður um 300 mörk með þeim forsendum, ,,að ráð- herrastaðan nú á tímum er ekki sama virði og áður, því að .nú getur hver handverksmaður orðið ráð- herra“. Þetta var hið „demókratiska réttarfar“ þýzka lýð- veldisins, sem „Aftenposten" var að tala um. Þetta réttarfar hafði Ossietzky stöðugt verið að afhjúpa. Og nú stóð hann frammi fyrir hinum háæruverðuga fulltrúa þess, sjálfum ríkisréttinum. Sjálfur skrifaði hann seinna (í hinni frægu grein sinni „Reikningsskilin", 10. maí 1932, daginn sem hann byrjaði að sitja af sér fangelsisdóminn) : „Einn hlutur vakti lifandi áhuga hinna háu dóm- ara: að eg hefði eins árs skeið rétt eftir stríðið verið ritari í friðarfélagi. Af því drógu þeir ályktun um stöðuga „andhernaðarsinnaða afstöðu“. Eg hefði getað upplýst, að hvorki í starfi mínu né lífsskoðun höfðu friðarvinafélög þýðingu nema stuttan tíma; að eg hefi síðan orðið ósáttur við flesta foringja friðar- vinastefnunnar, að eg álít pólitík þeh’ra ranga og eyðileggjandi fyrir málstaðinn. En eg hætti við þctta. Því — mér bauð við að x’éttlæta sjálfan mig á kostn- að manna, sem ofurseldir eru sömu ofsóknum og eg'. Eg hefði getað upplýst, að síðan eg dró mig út úr félagsskap friðarvina, hefi eg sjálfur skírzt í hinni miklu deiglu tímanna og unnið mig fram til ljósrar og skýrrar aðstöðu, sem er opinberlega kunnug. Eg- 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.