Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 4

Réttur - 01.01.1940, Side 4
valdslöndin og varpaöi 50 millj. verkamanna út á göt- una. ÞaS grynnti íyrst á henni er hergagnaverksmiöj- urnar tóku til starfa á ný. Á hergagnabúinu voru tvö höfuðin á hverju kvikindi. Þar voru ekki markaös- vandræÖin, því aö framleitl var bæÖi fyrir líöandi stund og aflasæla framtíð. Víösvegar um heiminn geysuðu smástríöin, sem þurftu sinna muna meö. Á árunum 1918—38 voru gerðar 12 hernaöarárásir á Sovétrikin, 11 sinnum uröu skærur og smástríð meö auðvaldsríkj- um Evrópu. Á sama tíma voru 5 stríð háð í Afríku, 4 í Suöur-Ameríku, 5 sinnum var farið í refsiherferðir í Indlandi og Indó-Kína. 10 sinnum hefur komiö til styrjalda og vopnaátaka í hinum nálægari Austurlönd- um, og frá því 1925 hefur ekki gengið á öðru en inú- rásum, borgarastyrjöldum og gagnbyltingum í Kína. öll hafa þessi tíðindi gerzt á dögum afvopnunarráð- stefnanna, þjóðabandalagsins og Kelloggs-sáttmálans! Þaö gengur því öfugmælum næst að tala um tvítugt friðartírrtabil.. Sannleikurinn er sá, að herguðinn hef- ur ekki sofið kríublund öll þessi ár. Tuttugu ára saga vopnahlésins mun geymast í minn- um manna sem.öfugmælakennt hnignunartímabiV í at- vinnulegum, pólitískum og menningarlegum efnum. Ný stórveldastyrjöld hefur leyst það af hólmi, én um leið kastar allt hið vinnandi mannkyn fram þessari spurningú: hvernig fáum við öðlast frið og brauð? Þetta er sáluhjálparspurning mannanna á okkar dög- um. Lausn hennar felur í sér afstöðu okkar til styrj aldarinnar og þess þjóðfélags, er hefur getið hana af sér. II. Alla stund síðan að hið borgaralega þjóðfélag, auð- valdsskipulagið, hóf sókn sína í söguþróuninni, hefur það verið kynfylgja þess, að auðsöfnunin, framleiðslu- tæki þess og vörumagn, hafa borið markað þess ofur- liði. Þróun auðvaldsins hefur því m. a. verið linnulaus 4

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.