Réttur - 01.01.1940, Side 7
ing af öllum kolum heimsins og járni. ÞaS var í raun
réttri eina nýlenduveldi veraldarinnar og drottnaði á
öllum höfum óskoruðu einveldi.En á síðasta áratug ald-
arinnar var iðnaðar- og verzlunareinveldi þess þegar
' lokið. Tvö ung ríki komu nú fram á sjónarsviðið,
Ameríka og Týzkaland og vildu í engu láta hfut sinn
fyrir hinum aldurhnigna einx-æðisherra heimsmarkað-
arins. í byrjun þessarar aldar hafa bæði þessi ríki
hlaupið England uppi með tilliti til kola-, stál- og járn-
framleiöslu. Pað er einnig á þessum áratugum, að sótt-
in í nýlendur verða æ ákafari með öllum stórveld-
um. Na^r allri Afríku er skipt upp milli stórvelda
Evrópu, 56% af Asíu er þeirra, eign. Bróðurpartinn
af þessum nýlenduránum fékk England. Og þegar
heimsstyrjöldin hófst 1914 sat það irteð á hendinni 33
millj. fermílur nýlendulands og nærri 400 millj. íbúa,
en Pýzkaland aðeins 2,9 millj. ferm. og l2,3 millj. íbúa.
Á þessum sömu árum jókst utanríkisverzlun Englands
’um helming, en utanríkisverzlun Pýzkalands þrefald-
aðist. Hinu þýzlca auðvaldi sveið það sárt, að hafa ekki
nýlendur i hlutfalli við framleiðslugetu sina og
verzlun. Pað ætlaðii ekki að láta lengi við svo búið
standa og hóf vígbúnað á sjó til þess að geta boðið
nýlendu- og flotaveldi Englands byrginn. Afleiðingin
varð hin fyrsta heimsstyrjöld.
Á þessurn árum hefja Bandariki Norður-Ameriku
landvinninga utan Vesturálfu. Filippseyjar á Kyrrahafi
falla þeim i skaut. Og loks skýtur upp yngsta afkvæmi
auðvaldsþróunarinnar, gulu og skakkeygðu, hinum
herskáa syni himinsins, Japan. Hið limafallssjúka
Kínaveldi vei'ður að seðja græðgi þess, og þó meir, er
fram líða stundir..
Árið 1914 hefur mestum hluta jarðarinnar verið
skipt upp, eftir eru lönd Tyrkja. Um þau var svo m.
a. barizt í fjögur ár og fengnum skipt þegar þrota-
búið var gert upp eftir heimsófriðinn.
En á meðan að þessi stórtíðindi höfðu orðið á sviði
7