Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 12

Réttur - 01.01.1940, Side 12
ríki yrði þar svo voldugt, að heimsveldi þess og sam- göngum við nýlendurnar væri hætta búin. En þótt England væri búið að ganga á milli bols og höfuðs á Pýzkalandi, þá gekk nú nýr keppinautur fram á sjónarsviðið og gerðist hættulegur Bretum í atVinnu- legum og fjárhagslegum efnum. Petta voru Bandaríki Norður-Ameríku. Pau höfðu meðan á heimsstyrjöld- inni stóð eflt framleiðslu sína af öllum mætti og rakað saman fé á kostnað Englands. Gullið streymdi í stríðum straumum til Yesturálfu, og vörur og auðmagn Bandaríkjanna gekk til Evrópu, sem var þrautpind eft- ir blóðsúthellingarnar. .En Bandaríkin létu sér ekki nægja að frjóvga Evrópu með auðæfum sínum. Nýlend- ur Breta og atvinnuleg áhrifasvæði fengu ekki staðist áhlaup hins ameríska dollars. í Suður-Ameríku og Kanada, í Indlandi og Ástralíu og Kína flæddu vörur og auðmagn Bandarikjanna eins og Nílarflóð og gerðu Englandi æ þrengra fyrir dyrum. Bæði England og Frakkland lágu heldur ekki á liði sínu og kepptu við Bandaríkin um peninga- og vörumarkaði heimsins. Af þessu leiddi, að iðnaður reis upp í frumstæðum landbúnaðarlöndum, nýlendumar fóru að efla iðnað sinn og byrgja upp sinn eigin markað. Og hið mikla iðnaðarríki Mið-Evrópu, Pýzkaland, byggði upp ný- tisku framleiðslukerfi fyrir erlent lánsfé og flutti út meira vörumagn en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Skaðabætur þær, er Bandamenn höfðu lagt á Pýzka- land varð það auðvitað að greiða i vörum, enda varð því ekki skotaskuld úr því, þar sem skipulag hinnar þýzku stóriðju gat gert henni fært að selja vörur sínar lágu verði á erlendum markaði, og látið verðlagið inn- anlands bera mismuninn. En þar með var iðnaður og verzlun sigurvegaranna komin í hinn mesta vanda. Heimsmarkaður auðvaldsins gat ækki tekið við þvi, sem í hann var látið. Uppgangur iðnaðarins eftir striðið hafði fyrst bg fremst átt rætur sínar að rekja til þess, að framleiðslu- 12

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.