Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 23
ekki á hverjum degi, sem bóndinn í Sauðanesseli fékk
hréf úr pósti.
„Pað ber eitthvað nýrra við, ef stjórnarvöldin eru
farin að hafa áhyggjur út af mér. Hingað til hef ég ekki
haft annað af þeim að segja, en að greiða lögboðin
gjöld, sem þeim hefur þóknast að leggja á mig. — Ekki
vænti ég að þetta sé nein skuldakrafa? Enn hef ég allt-
af staðið í skilum”.
„Ónei, enn hefurðu ekki innt af hendi allar skyldur
þínar við föðurlandið”, sagði prófasíur með hægð, seild-
ist niður í bakvasann eftir tpbaksbauk úr silfurrenndi'i
rostungstönn, helti brúnu tóbakinu á hvítt, mjúkholda
gljáandi handarbak, raðaði því i langan garð, rétli
Tobba baukinn, horfði ánægjulega á handarbakið, lyfli
því síðan og saug hægt.
„Aæh, —a—æh!”
Tobbi opnaði bréfið og las með athygli.
Spennivídd stundarþagnar þrungin eftirvæntingu.
Svo leit Tobías upp: „Peir eru að spyrja að hve mik-
ið af kaupstaðarfólki við viljum taka upp í sveitirnar”.
Svo leit hann aftur í bréfið og las hægt: „Sérstaklega
er óskað eftir að bóndinn athugi, hverju ,hann óski eft-
ir af ársfólki og hvort það megi vera hjón míeð barn,
eða unglingar, jafnvel án kaupgreiðslu. Unglingar eru
taldir innan 16 ára aldurs”.
„Eg sé ekki hvað ég á að gera með þetta. Liklega vita
þeir ekki að bæjarkofamir hér eru ekki til þess að
bæta á þá fólki. — Svo hef ég engin efni á því að bæta
á mig neinu fólki”. *
„Jú, þetta getur einmitt orðið til mesta hagi’æðis,
bæði fyrir þá fyrir sunnan og þig sjálfan”, tók prófast-
ur til máls, „Eins og þú veizt þá horfir nú til stórvand-
ræða mieð það, hvað gera á við allt það fólk, sem komlð
er til kaupstaðanna og nennir ekki að vinna fyrir sér,
en liggur þar uppi á hjálpfýsi góðra manna, öllu land-
inu til tjóns og til mikillar áhyggju fyrir alla góða
menn, sem hafa reynt allt sem hugsanlegt er til þess
23