Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 26

Réttur - 01.01.1940, Page 26
þarf talsverðan mannafla. — Og þetta kostar svo lítið, siáðu’. „Eg hpf ekki hugsað mér að láta fólk vinna hjá mér fyrir ekki neitt, en búskapurinn ber sig ekki svo vel hjá mér, að ég geti tekið fólk. En það er fjári óþægilegi að hafa elcki kvenmann — einkum að sumrinu”. „f*á er sjálfsagt fyrir þig að nota nú tækifærið með- an það býðst”. „Já, en ég hef nú einmitt ekki efni á því, prófastur minn”. j 1; j ; j ['’§?] | „Pvert á móti hefur þú ekki efni á því að vera kven- mannslaus. Hugsaðu þér hve miklu það munar fyrir þig á sumrin. — Gætuð þið Geiri ekki slegið ykkur sam- an? Pað er aðeins stundarfjórðungsgangur milli bæj- anna. Hún gæti eldað fyrir ykkur báða og þjónað báð- um . „Ekki hefði ég á móti því”, sagði Geiri. „Ekki væri það verra”, sagði Guðni fylgdarmaður, „því það tollir engin stúlka að sunnan hjá honum Tobba”. „Hvers vegna? Hann er sízt ómyndarlegri en menn þar syðra”. „Já, en stúlkurnar þar eru engin lömb að leika sér við í þeim efnum. Þeim er eins nauðsynlegt að umgang- ast karlmenn, sem bera fullt skynbragð á kröfur kven- legs eðlis, eins og að anda. — Látið mig vita það”. Og breitt andlitið á honum varð allt að ibyggnu brosi þess manns, sem veit lengra en nef hans nær. Hann hafði líka verið tvær vertíðir suður með sjó, og sjón er sögu ríkari. „Ekki trúi ég öðru en Tobías geti komizt af við hvaðla stúlku sem vera skal”, mælti prófastur. „Ekki einungis vafasamt, heldur næstum útilokað”, sagði Guðni. „Það vita allir, nema ef-til vill Tobíassjálfur, aðhann hefur aldrei kvennýtur verið, og þá fyrst gerist bú- skapur hans kostnaðarsamur, e£ hann þarf fyrst að 26

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.