Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 28

Réttur - 01.01.1940, Side 28
hæsta lagi 30—40 krónur á rnánuði”, sagði prófastur- inn, „og það yrði létt fyrir ykkur tvo”. „Helmingurinn af 40 eru 20. — Já, 30 sinnunr 12, 30 sinnum 12, — þaS verSur sjáum til, 30 sinnum 10 eru 300 og tvisvar sinnum 30 eru 60, já, samtals 360 krón- »* ur . „Eitt gripsverS!” PaS var Bjarni sem talaSi. „Já, eitt gripsverS”, endurtók prófastur, án þess aS taka eftir kuldanum í rödd Bjama. „Jæja”, sagSi prófastur. „Eg kem hér viS í bakaleið- inni og þá hafiS þið komiS ykkur saman. Eg skal svo skrifa umsóknina og koma henni 1 póst”. Svo rétti hann flöskuna til þeirra og stóS upp. „Nú nær þú í hestana Guðni. Okkur veitir ekki al aS halda áfram”. Svo kvöddust þeir fyrir dyrum úti. Þeir riSu úr hlaSi. GuSni lágur og samanrekinn.' Pró- fastur mikill vexti og bar hátt. / Geiri á Stekk gekk hvatlega heim aS beitarhúsunum. Eins og ylríkur vorblær fór um hann allan, hugsunin um þaS, hve notalegt yrSi aS koma heim í Stekkjar- kofann, þegar blóSheitur faSmur 15 ára meyjar biði þess aS umlykja hann. Tobías og Bjarni fengu sér góSan kaffisopa, þegar gestirnir voru farnir. SíSan háttuSu þeir og slökktu. PaS hefur ef til vill veriS brennvínskaffinu aS kenna, en Tobbi gat ekki sofnaS. — Já, mikill munur væri þaS aS hafa kvenmann til heimilisverkanna og duglegan krakka til snúninga. Hann skyldi sannarlega ekki spara viS hann mjólkina. Og svo mundi þaS ekki verSa neitt tilfinnanlega dýrt. — 360—400 krónur á ári. PaS var eins Bjarni hafSi sagt, ekki meir en eitt gripsverS. — Já, — eitt gripsverS. 28

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.