Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 33

Réttur - 01.01.1940, Page 33
hvað sem á dynur. Hér veltur á miklu. Afkoma hvers ein- asta launþega á landinu er undir úrslitunum komin. Tak- ist að sameina verkalýðsfélögin, er von til þess að bráð- lega takist að hrinda þrælalögunum. En takist foringjum Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins hins- vegar enn á ný að koma í veg fyrir það að verkalýðsfé- lögin sameinizt í Alþýðusambandinu á lýðræðisgrundvelli, þá verða félögin að vera reiðubúin til að yfirgefa Alþýðlu- sambandið og framkvæma sameininguna innan Landssam- bands stéttarfélaganna. Hér er við tillitslausa andstæðinga að etja. Það duga því engin vetlingatök. Afrek þjóðstjórnarflokkanna á Alþingi. Hér skal aðeins getið nokkurra hinna helztu af afrek- um þessara virðulegu flokka á haustþinginu 1939 og vetr- arþinginu 1940. öllum hlaut að vera ljóst að 1 kjölfar styrjaldarimjar myndi sigla meira atvinnuleysi, en þekkst hefur hér á landi. Til þess að „bæta” úr því gerði Alþingi eftirfarandi ráð- stafanir á haustþinginu 1939: Framlög til fiskimálanefndar og bátasmiða innanlands voru felld niður með öllu. Framlög til landhelgisgæzlu og strandferða skorin niður. Framlög til bygginga- og land- námssjóðs minnkuð um helming. Ákveðið að byggja enga verkamannabústaði. Brúargerðir og hafnarmannvirki að mestu lögð niður. Framlag til ræktunarsjóðs af útflutnings- gjaldi fellt niður. Framlag til vérkfærakaupasjóðs fellt nið- ur að miklu leyti, sömuleiðis styrkur til áburðarkaupa. Við þetta bætist svo að rikisstjóminni var heimilað að lækka ólögbundin gjöld um 20%. Fjármálaráðherra hefur ákveð- ið að nota þessa heimild. Má því gera ráð fyrir að ýmsar stærstu verklegar framkvæmdir ríkisins verði enn skomar niður að Vb hluta. t , A sömu braut var svo haldið áfram við samningu fjár- laganna fyrir 1941. Enn vom framlög til landbúnaðar og annarra verklegra framkvæmda stórlega lækkuð. En til við- 33

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.