Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 36

Réttur - 01.01.1940, Side 36
greiðslur, lækka hálaun og leggja sérstakan skatt á ein- staklinga og fyrirtæki, sem telja má að hafi striðsgróða. Skulu allar þessar aðgerðir miðaðar við það, að þjóðin hafi ekki ráð á því eins og sakir standa, að nokkur ein- staklingur hafi meira en 8000 króna árstekjur til eigin af- nota, miðað við núverandi kaupmátt krónunnar. Að svo miklu leyti sem ný lagafyrirmæli þurfa til þess- ara framkvæmda, felur Alþingi ríkisstjóminni að leggja hið bráðasta frumvörp þess efnis fyrir þingið, svo þau geti orð- ið að lögum á yfirstandandi Alþingi”. Áður höfðu þingmenn Sósíalistaflokksins lagt fram frum- vörp og sundurliðaðar tillögur um þær ráðstafanir, sem hér eru nefndar, auk fjölda annarra tillagna er þeir fluttu til að tryggja afkomu fólksins í landinu. r En allar þessar tillögur fóru á eina leið. Þeim var vísað til nefndar og þaðan var þeim aldrei skilað. Svona er þing- ræðið á íslandi. Samfylking fólksins. Samtímis þvi, sem þingmenn Sósíalistaflokksins fluttu þessar tillögur á Alþingi, birti miðstjóm flokksins ávarp til þjóðarinnar þar sem segir m. a. á þessa leið: „Það er alveg víst að sérréttindamennimir munu slá vörð um yfirstéttarhagsmuni sína, þrátt fyrir allt hjal þeirra um þegnskap og nauðsyn þess að allir færi fómir, þegar svo miklir erfiðleikar steðja að þjóðinni. Baráttan fyrir þessum kröfum mim því verða hörð stéttarbarátta. Einmitt þessvegna ríður á því, að alþýðan í bæjum og sveitum láti alla flokkadrætti niður falla og vísi á bug öllum blekking- um og lýðæsingum, sem settar em fram í þeim tilgangi að sundra röðum hennar og kynda eld haturs og tortryggni milli hinna ýmsu hluta hennar. Nú riður á að alþýðan standi saman um þessar kröfur, þrátt fyrir allt, sem skilur í lífs- skoðunum og viðhorfi til annarra mála. Það verður tafarlaust að taka upp samninga um samein- ingu verkalýðsfélganna í einu sambandi á lýðræðisgmnd- velli. 36

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.