Réttur - 01.01.1940, Qupperneq 38
að finna lyktina af stéttareðli þessa stríðs. Þeir ákváðu að
taka þátt í þessari styrjöld með öllum þeim vopnum, sem
ísland hefur yfir að- ráða, með vopnum hins talaða og rit-
aða orðs, og með því að safna fé í herkostnað fyrir Finna
gegn Rússum. öafmáanlegur blettur var settur á nafn ís-
lenzka Rauða krossins, sem var látinn standa fyrir þessari
söfnun, landi sínu til smánar. Það söfnuðust að minnsta
kosti 180 þúsund krónur. Söfnun þessi minnti mjög á safn-
anir nazistanna í Þýzkalandi, og líktist oft á tíðUm meir
aðferðum ræningjans, sem heldur byssu fyrir brjóst manna
og heimtar peningana eða lífið, en venjulegri friðsamlegri
söfnun. Menn áttu á hættu að missa atvinnu sína, ef þeir
ekki lögðu fram fé.
Útvarpið og blöðin voru algerlega tekin í þjónustu stríðls-
ins. Kvöld eftir kvöld lýsti útvarpið með átakanlegu orða-
útflúri hugprýði og göfugmennsku finnsku hvítliðanna og
ræfilsskap og mannvonsku Rússa. Mönnum er enn í fersku
minni hvemig Finnar brytjuðu niður eitt herfylki Rússa,
stráfelldu það næsta dag og alltaf gekk það aftur til þess
að vera brytjað niður og stráfellt að nýju. Við Petsamo
sat ein finnska hetjan uppi í grenitrjártoppi og barðist einn
við 72 Rússa, ef ég man rétt, og drap þá alla. Sjálfsagt
hefur verið til þess ætlast að menn leggðu landafræðikunn-
áttuna á hilluna í bili, því grenitré eru því miður ekki til á
þessum slóðum norður við Ishafið. 1 stuttu máli: Það var
eins og valdir kaflar úr Heljarslóðarorastu væru lesnir upp
í útvarpið á hverju kvöldi.
Þjóðstjómarliðið krafðist þess af sósíalistum að þeir færu
með þeim í stríð, við hlið finnsku valdhafanna. Og úr því
þeir vildu ekki gera það, var þeim sagt að þeir væru land-
ráðamenn, og myndu fagna komu erlends hers sem hingað
kæmi til að hertaka landið. Alþingismenn allra hinna flokk-
anna lýstu því yfir í heyranda hljóði á Alþingi, að þeir
teldu það vansæmd fyrir landið að þingmenn Sósíalista-
flokksins skyldu sitja á þingi þess. fslandsdeild norræna
þingmannasambandsins var látin halda fund, til þess að
38