Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 40

Réttur - 01.01.1940, Side 40
sósíalistar yrðu hraktir úr stöðum og atvinnu. Auglýsend- um var hótað öllu illu ef þeir ekki hættu að auglýsa í Þjóð- viljanum. Mönnum voru settir tveir kostir: Annaðhvort ját- ar þú hina einu sáluhjálplegu Maimerheimtrú, eða þú verð- ur sviftur atvinnu, settur „utangarðs í þjóðfélaginu”. Og allur þessi gauragangur til að bannfæra hugsanafrelsið í landinu og mannréttindi þau, sem mönnum eru tryggð í stjómarskrá Islands, fór fram í nafni „lýðræðisins”. Liðhlaup úr Sósíalistaflokknum. Ekki varð Sósíalistaflokkurinn algerlega ósnortinn af þess- um hamagangi. Héðinn Valdimarsson, sem tengdur var brezka auðvaldinu of sterkum böndum til að geta slitið þau af sér,notaði tækifærið til þess að krefjast þess að Sósíal- istaflokkurinn tæki afstöðu með finnsku stjóminni gegn Sovétlýðveldunum. Flokksstjómin visaði þessari tillögu frá og samþykkti að blöð flokksins skyldu flytja óhlutdrægar frásagnir af þessum atburðum. Héðinn gekk þá úr flokknum og fylgdu honum 5 miðstjómarmeðlimir. Nokkrir aðrir flokksmenn fylgdu þeim og áttu þessi brotthlaup yfirleitt rót sína að rekja til þess að ístöðulausir menn gripa tæki- færin til að renna af hólmi þegar á reynir. Annars stóð flokkurinn eftir heill og óskiptur. Áfall var þetta að vísu fyrir flokkinn fyrst í stað. En nú er flokksmönnum yfirleitt ljóst að þessi landhreinsun hefur styrkt flokkinn svo að hann er miklu betur hæfur til að gegna forustuhlutverki en áður. Héðinn og félagar hans áfelldu flokkinn fyrir það, að blað hans ræddi of mikið um alþjóðamál og eins fyrir það að hann væri ekki nógu þjóðlegur. En þegar Héðinsmenn tóku að gefa út sitt eigið blað, var yfirleitt ekki á annað minnst en erlend mál og Héðinn skrifaði sjálfur grein eftir grein, þar sem hann heldur því fram að lsland eigi að ganga í brezka heimsveldið. Fallvölt er heimsins dýrð. 40

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.