Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 41

Réttur - 01.01.1940, Page 41
Þingsályktunartillaga um að leggja stjórnarskrá lslands tiL hliðar. Þegar fram á veturinn leið var það sýnilegt, að öll of- sóknarherferðin dugði ekki til aðl buga Sósialistaflokkinn. Aðalforingja ofsóknanna, Jónasi frá Hriflu, þótti því nauð- syn til bera, að setja þær betur í kerfi. 1 þvi skyni flutti hann, ásamt Stefáni Jóhanni Stefánssyni og Pétri Ottesen etirfarandi tillögu til þingsályktxmar: „Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir að það telur ekki viðunandi, að þeir menn gegni trúnaðarstörfum fyrir þjóð- félagið, eða sé sýndur vottur um sérstakt traust og viður- kenningu ríkisins, sem vitað er um að vilja gerbreyta þjóð- skipulaginu með ofbeldi, koma Islandi undir prlend riki, standa í hlýðnisafstöðu um íslenzk landsmál við valdamenn í öðrum þjóðlöndum, eða vinna á annan .hátt gegn fullveldi og hlutleysi ríkisins, svo sem með því að starfa í pólitísk- um félögum með einræðisskipulagi, sem er ósamrýmanlegt efni og anda stjómlaga í lýðfrjálsum löndum”. Auðvelt var að sýna fram á að allt þetta átti fullkom- lega við um flokka þjóðstjórnarinnar, aðeins þurft að koma „viðhalda þjóðskipulaginu með ofbeldi” í stað „gerbreyta”. Einn maður hafði opinberlega lýst sig fylgjandi því að koma landinu undir erlend yfirráð. Það var Héðinn Valdimarsson. En það átti eftir að sannast síðar að fleiri voru riðnir við þá iðju. Einn af ráðheminum hafði eigi alls fyrir löngu gefið þá yfirlýsingu, að rikið myndi ekki taka ný lán, né ganga í ábyrgðir, í tilefni af kröfu frá einum aðalbanka Bretlands. Vitað er að Alþýðuflokkurinn hefur tekið við stórfé til starfsemi sinnar frá stjómarflokknum í Svíþjóð, og ekki er að efa að þar fylgja pólitískar skuldbindingar. Þetta heitir að „standa í hlýðnisafstöðu um íslenzk landsmár við valdamenn í öðmm þjóðlöndum”. Hvað snertir að ekki megi starfa „í pólitískum félögum með einræðisskipulagi, sem er ósamrýmanlegt efni og anda stjómlaga í lýðfrjáls- um löndum”, þá var á það' bent að þetta er nákvæm lýsing á skipulagi Alþýðusambandsins. En tilgangur hinna virðulegu herra var vitaskuld að beita 41

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.